Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Auður gefur út glænýtt lag: „Þetta hafa verið sannkölluð straumhvörf í lífi mínu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, gefur út glænýtt lag í dag. Lagið verður gefið út samtímis á ensku og á íslensku og kemur það það út á ensku undir listamannsnafninu Luthersson.

Ljósmynd: Gianni Gallant

Auðunn hefur búið í Los Angeles frá því í ársbyrjun 2023 og vinnur þar við lagasmíðar og hljóðupptökustjórn.

„Þetta er lag sem mér þykir mjög vænt um, ég tók upp sönginn heima í stofu í LA. Þar vinn ég nær alla daga,“ segir Auðunn í tilefni útgáfunnar. Og heldur áfram: „Mér finnst gaman að geta gefið þetta út bæði á ensku og á íslensku en upphaflega samdi ég textann á íslensku. Hér er maður náttúrulega farinn að hugsa oft á ensku sem sést vel á því að innkaupalistinn minn fyrir Whole foods er mjög fyndin samtvinningur af ensku og íslensku. Þetta hafa verið sannkölluð straumhvörf í lífi mínu. Að búa hér í Los Angeles, baða mig mig í stórborgarlífinu, kynnast nýju fólki og skapa. Ég er með tvöfalt ríkisfang frá Bandaríkjunum og Íslandi enda alinn upp í Pittsburgh í Pensylvaniu og síðar Hafnarfirði. Ég elska bæði þessi lönd mín, Ísland og Bandaríkin, svo mér finnst fallegt að geta gefið út lagið íslensku sem Auður og á ensku undir nafninu Luthersson. Ég er mjög stoltur af hljóðheiminum og laginu í heild. Mig langaði að lagið hljómaði eins og rigning.”


Ljósmynd:Gianni Gallant

Lagið er pródúserað og flutt af Auðuni Lútherssyni en hljóðblandað af Styrmi Haukssyni. Auðunn hefur að undanförnu gert tónlist fyrir hina ýmsu aðila í Los Angeles, meðal annars fyrir sjónvarpsseríuna Power Rangers: Cosmic Fury á Netflix, og unnið með tónlistarfólki vestanhafs eins og Social House, YSA, Adelina og Sally Han. Þá hélt Auðunn tónleika á Iðnó síðastliðinn desember.  Lagið sem heitir Sé þig alltaf fyrir mér og I Can Always Picture You kemur út á streymisveitur í dag. Hægt er að hlusta á lagið hér og horfa á myndbandið hér fyrir neðan:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Luthersson (@auduraudur)

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -