Mánudagur 22. júlí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Auglýsir eftir nýju deiluefni: „Svo við getum haldið áfram að þrasa út í hið óendanlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir spyr í nýjustu dagbókafærslu sinni hvað sé næst á rifrildalista Íslendinga, nú þegar forsetabaráttunni er við það að ljúka.

„Í dag er síðasti dagurinn að sinni sem hægt er að hallmæla eða hrósa frambjóðendum til embættis forseta Íslands. Klukkan 22.00 í kvöld verður það of seint og að aflokinni talningu verður það ljóst hver verður forseti Íslands næstu fjögur árin. Eftir það verðum við að hætta að rífast um forsetaefnin. Mér þykir þó vænt um þau öll með tölu þó aðallega eitt þeirra sem fær vonandi atkvæði mitt.“ Þannig hefst dagbókarfærsla vélstjórans Önnu Kristjánsdóttur en hún er í heimsókn hér á landi en hún býr á paradísareyjunni Tenerife.

Síðar í færslunni telur Anna upp öll þau frægu málefni sem rifist hefur verið um síðastliðið ár og veltir svo fyrir sér hvað taki nú við, yfir hverju við Íslendingar ættum að rífast næst.
„Enginn nennir að rífast lengur um Júróvisjón, um Íslandsbankasöluna, um eitt og annað sem hefur verið í umræðunni síðasta árið. Þessu til viðbótar stefnir í að umbrotunum á Svartsengisflekanum fari senn að ljúka og of snemmt að byrja að þrasa um Reykjanesflekann né Krýsuvíkurflekann svo ekki sé talað um Bláfjöllin eða Hengil.

Vissulega getum við haldið áfram að rífast um þjóðarmorðin á Gaza, en það umræðuefni hefur verið í umræðunni í nærri 75 ár og verður örugglega næstu 75 árin.“

Að lokum auglýsir Anna eftir hugmyndum frá lesendum:

„Eru einhverjar góðar hugmyndir í gangi sem hægt er að rífast yfir á samfélagsmiðlum næstu mánuðina? Endilega komið með góðar hugmyndir svo við getum haldið áfram að þrasa út í hið óendanlega. Ekki getum við þagað endalaust né talað endalaust um rigninguna á Íslandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -