Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Beggi Ólafs stendur keikur þrátt fyrir mótlætið: „Ég er örugglega að fara að móðga einhvern“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirlesarinn og rithöfundurinn Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, stendur í lappirnar þrátt fyrir fjölmálafárið sem varð í kringum umdeild ummæli hans fyrir haustið. Þá fékk hann mikla gagnrýni fyrir færslu sína um karlmennskuna.

„Ég er að segja það sem ég trúi að sé satt og svo tek ég bara afleiðingunum. Ég var kannski of mikið að einblína að gera öllum til geðs í skrifunum mínum áður, og reyna að höfða til allra. Síðan áttaði ég mig á því, það eru tvær leiðir sem maður getur farið. Maður getur reynt að höfða til allra eða sagt það sem maður trúir að sé satt, þá hugsanlega verður maður ekki allra,“ segir Beggi í hlaðvarpsþættinum Helgaspjallið.

Sjá einnig: Beggi Ólafs hafður að háði og spotti: „Maður á að vera stoltur af því að vera karlmaður“

„Mér líður ekkert vel þegar aðrir eru ósáttir við mig, í grunninn. Ég vil ekki stíga á fæturna á öðru fólki eða að fólk sé ósátt út í mig. En sannleikurinn og að segja sannleikann er rótgróið inn í mína sál núna og ég einhvern veginn áttaði mig á því að ef ég segi sannleikann þá er ég örugglega að fara að móðga einhvern,“ segir hann og tekur fram að hann sé að tala um „minn sannleika.“

„Það er ekkert að því að vera karlmaður. Maður á að vera stoltur af því að vera karlmaður, maður á að vera stoltur af því að vera karlmaður. Mitt take er að karlmennska er dyggð, það er alltof mikið verið að tala niður karlmenn í samfélaginu, að þeir séu hluti af einhverju kúgandi feðraveldi og séu hvítir foréttindapésar. Það er kominn tími til að við tölum karlmenn aðeins upp og unga drengi upp.“

Þetta sagði Bergsveinn á samfélagsmiðlum undir haustinu. Þar kvað við nýjan tón hjá honum en hann vakti síðast athygli í upphafi árs fyrir að birta mynd af sér grátandi á sama samfélagsmiðli. Þá sagði hann: „Sterkir menn gráta líka“ og hlaut lof margra.

Sjá einnig: Beggi Ólafs opnar á ástina: „Vá hvað ég get ekki beðið eftir að tríta einhverja prinsessu“

- Auglýsing -

Og Beggi hefur ekki látið gagnrýnina of mikið á sig fá því hann trúir því að hann sé að segja sannleikann.

„Það eru tvær leiðir sem maður getur farið. Maður getur reynt að höfða til allra eða sagt það sem maður trúir að sé satt, þá hugsanlega verður maður ekki allra. Mér líður ekkert vel þegar aðrir eru ósáttir við mig, í grunninn. Ég vil ekki stíga á fæturna á öðru fólki eða að fólk sé ósátt út í mig. En sannleikurinn og að segja sannleikann er rótgróið inn í mína sál núna og ég einhvern veginn áttaði mig á því að ef ég segi sannleikann þá er ég örugglega að fara að móðga einhvern,“ segir hann og bætir við

„Allir sem þekkja mig vita hvar ásetningur minn býr og það er kannski ástæðan af hverju mafían náði ekki að sverta mannorð mitt. Því síðustu tíu til fimmtán ár, sama hvar ég hef verið, þá ætla ég að vona það – nei ég veit það – að fólkið sem ég hef umkringst hefur gott um mig að segja og veit hvaðan ég kem. Síðan má færa rök varðandi innihaldið sem ég sagði, er að ég sagði þetta frekar hvasst. Ég var frekar ákveðinn í myndbandinu því þetta var búið að liggja á mér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -