Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Brynjar í hópferð miðaldra karla í Portúgal: „Merkilegast er að allir þessir menn eru kvæntir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson er staddur í Portúgal í hópi miðaldra karlmanna.

Varaþingmaðurinn Brynjar Níelsson segir frá ferð sinni og nokkurra „miðaldra karla“ til Lissabon í Portúgal, á sinn einstaka hátt á Facebook. Ferðin hefur ekki gengið neitt allt of vel ef marka má orð Brynjars. „Þegar ferðast er með nokkrum miðaldra körlum veltir maður fyrir sér hversu ósjálfbjarga er hægt að vera og mikill aumingi. Enginn kann neitt né veit neitt.“ Þannig hefst færsla Brynjars en svo útskýrir hann orð sín:

„Tveir í hópnum sátu að horfa á sjónvarpið þegar þeir komust að því að það væri rafmagnslaust á hótelinu af því að þeir gátu ekki kveikt loftljósið. Fátið var svo mikið að það var hringt umsvifalaust í hótelstjórann og rafmagnsveitur Lissabon til að laga ástandið og komu menn þaðan með ærnum tilkostnaði til þess eins að setja herbergislykilinn í höfuðrofann. Svo var þeim bent á að sjónvarp væri rafmagnstæki og því ekki hægt að horfa á það í rafmagnsleysi.“

En þetta var ekki það eina sem hefur klikkað í ferðinni:

„Úr einu herberginu á hótelinu heyrðust skaðræðisóp frá einum félaganum sem taldi sig læstan inni sturtuklefanum. Var hann orðinn vitstola af hræðslu. Kom fjöldi manna að til þess eins að benda honum á að dyrnar á sturtuklefanum opnuðust út.
Allt er þetta nú smámál miðað við þegar hluti af hópnum fór að breskan bar til að horfa á fótbolta. Gerðust þá þau undur og stórmerki að einn pantaði sér rósavín. Þjónninn hafði aldrei fengið svona pöntun frá miðaldra karlmanni og fékk hláturskast.

Merkilegast er að allir þessir menn eru kvæntir.“

Í enn nýrri færslu segir Brynjar að ferð þeirra félaga hefði verið hugsuð sem „líkamleg og andleg meðferð og endurhæfing“ sem hafi mistekist fullkomlega.

„Utanferð okkar miðaldra karlanna var hugsuð sem líkamleg og andleg meðferð og endurhæfing. Það markmið hefur alveg mistekist og meðferðarfulltrúinn hætti störfum þar sem honum fannst alvarlegur skortur á vilja til að gera eitthvað í okkar málum
En það er enginn skortur á umhyggju í hópnum fyrir hverjum öðrum. Einn vakti herbergisfélagann um miðja nótt til að segja honum hvað góður svefn væri nauðsynlegur fyrir menn á okkar aldri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -