Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Dóttir Michael Jackson fetar í fótspor föður síns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Paris Jackson, dóttir poppkóngsins Michael Jackson, fetar nú í fótspor föður síns og stefnir á tónleikaferðalag. Samkvæmt heimildum vestrænna miðla mun sama fyrirtæki sjá um tónleikaferðalag hennar og sá um síðustu tónleikaröð Michael Jackson sem þó aldrei varð af vegna fráfalls hans. Samkvæmt sömu heimildum munu fyrstu tónleikarnir verða haldnir í París næstkomandi helgi og er það fyrirtækið AEG sem mun fylgja henni þessi fyrstu skref í tónlistinni. 

Þá mun Paris snúa aftur til Bandaríkjanna síðar í þessum mánuði til þess að koma fram á fjölda tónleika í Bandaríkjunum ásamt tónlistarmanninum Patrick Droney. Mun hún koma fram í borgum á borð við Las Vegas, Los Angeles, Seattle, Portland og fleiri stöðum. 

Það mun hafa komið aðdáendum poppkóngsins á óvart að hún hafi valið fyrirtækið AEG til að sjá um tónleikaferðalag sitt en það mun vera sama fyrirtæki og fjölskylda Jackson fór í mál við vegna ótímabærs dauða hans. Það var móðir Michael Jackson, Katherine Jackson, sem fór í mál við AEG árið 2010 þar sem hún hélt því fram að fyrirtækið ætti þátt í ótímabæru fráfalli hans árið 2009 vegna þess að það hafði ráðið lækninn Dr. Conrad Murray sem síðar var fundinn sekur um að hafa átt þátt í því. Í því dómsmáli hafði AEG betur en kviðdómur taldi dauða hans hafa borið að vegna fíkniefnamisnotkunar og að AEG bæri ekki ábyrgð á heilsu hans. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -