Fimmtudagur 5. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Eva Hauks: „Af hverju nota svo margir orð eins og meðferðarúrræði þegar átt er við meðferð?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Lögmaðurinn Eva Hauksdóttir er ekki hrifin af stofnanamáli.

Eva Hauksdóttir lögmaður skrifaði áhugaverða færslu á Facebook í morgun þar sem hún veltir fyrir sér hvers vegna svo margir flæki tungumálið með stofnanamáli. Nefnir hún nokkur dæmi:

„Af hverju nota svo margir orð eins og meðferðarúrræði þegar átt er við meðferð, aðferðafræði þegar átt er við aðferð, afgreiðsuferli þegar átt er við afgreiðslu, stærðargráða þegar átt er við stærð og hugbúnaðarlausnir þegar átt er við hugbúnað?“

Eva gefur svo þeim sem hafa blæti fyrir löngum orðum ráð:

„Ef málnotendur hafa dálæti á löngum orðum þá er alltaf hægt að finna sér ástæðu til að tala um framhaldsskólakennara, miliríkjasamninga, innkirtlasérfræðinga, utanríkisráðuneytið og endurskoðunarfyrirtæki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -