Þriðjudagur 27. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

„Heyrðu, Bubbi, þetta gæti verið tuttugu þúsundasti íbúinn.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar Reykjanesbæjar eru nú orðnir 20.000 talsins og reyndist tuttugu þúsundasti íbúinn vera dóttursonur Guðbrands Einarssonar, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

Í viðtali við Vísi segir Guðbrandur frá því hvernig hann brá sér frá fundi þann 4. ágúst til þess að svara í símann, og fékk þá þær skemmtilegu fréttir að afastrákur væri kominn í heiminn. Fyrir á Guðbrandur tvær afastelpur.
Eftir símtalið ánægjulega fer hann aftur inn á fundinn og tilkynnir fréttirnar. Segir þá Kjartan bæjarstjóri: „Heyrðu, Bubbi, þetta gæti verið tuttugu þúsundasti íbúinn.“

Á tímamótum sem þessum hefur bæjarstjóri haft þann vana að hitta alla nýja íbúa. Kom þá einmitt í ljós,er fæðingatölur voru skoðaðar að Kjartan hafði rétt fyrir sér. Afadrengurinn var tuttugu þúsundasti íbúinn, en íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað mikið þetta árið og hafa um 130 börn fæðst síðan.
Þegar heimsfaraldurinn skall á varð atvinnuleysi í Reykjanesbæ meira en nokkru sinni fyrr. Guðbrandur segir það fara skánandi með degi hverjum.

„Það er fullt að gerast hjá okkur og fólk er mikið að sækja til okkar, enda fær það hér tækifæri til að koma þaki yfir höfuðið án þess skuldsetja sig úr hófi fram.“

Hann segir að Reykjanesbær sé orðinn þónokkuð fjölmennur en er hann fjórða stærsta bæjarfélagið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -