Þriðjudagur 21. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Glúmur: „Forseti þarf að hafa kjark til að gera annað en að stunda sauðburð og planta trjám“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Glúmur Baldvinsson segir forsetann hafa leiðréttingavald og segir „endalaust hjal“ í forsetaframbjóðendum undanfarið, ekki snúast um neitt sérstakt.

Alþjóðastjórnmálafræðingurinn Glúmur Baldvinsson skrifaði nokkuð beitta Facebook-færslu í gær þar sem hann skaut föstum skotum á forsetaframbjóðendurna, sem hafa hvað mest haft sig í frammi undanfarið.

„Það er helst í fréttum að þeir forsetaframbjóðendur sem mest gera sig gildandi þessar vikurnar hafa tekið sauðum vel og vilja árétta að þeir hafi stundað sauðburð.

Sumsé að taka á móti lömbum að vori til þess eins að slátra þeim að hausti. Að öðru leyti sé Forsetinn valdalaus. Og fátt annað í gangi.“ Þannig hefst færsla Glúms og heldur svo áfram:

„Til hvers er þá leikurinn gerður? Forseti þarf að hafa kjark til að gera annað en að stunda sauðburð og planta trjám hingað og þangað og um allar helvítis trissur. Og láta nefna öll þessi tíu tré sem þrífast á Íslandi í höfuðið á sér og halda hrútleiðinlegar ræður á erlendri grundu um menningararfinn.
Allt þetta endalausa hjal frambjóðenda snýst hvorki um eitt né neitt. Nema sauðburð og slátrun og bull.“

Og Glúmur er með það alveg á hreinu hvernig forseta Íslands þarf:

„Alvöru forseti sem ekki er gunga og heigull segði: Forsetinn hefur ákveðið vald sem felst í því að stoppa af misgáfaða ráðherra og alþingismenn hverju sinni. Um það snýst embættið vilji menn standa með alþýðunni. Burtséð frá sauðum.
Forsetinn hefur leiðréttingarvald. Í raun getur hann komið á virku lýðræði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

dfkjpogv

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -