Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Grínast með vináttuleik Íslands og Englands: „Að sjálfsögðu urðu þeir alveg miður sín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Anna Kristjánsdóttir skrifar um sigur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á liði Englands í vináttuleik landanna á dögunum.

Vélstjórinn grínaktugi, Anna Kristjánsdóttir skrifar um vináttuleik Íslands og Englands í knattspyrnu sem fram fór á dögunum, í nýjustu dagbókarfærslu sinni á Facebook. Í færslunni gerir Anna góðlátlegt grín að Bretum.

„Um daginn spiluðu Íslendingar vináttulandsleik við England og unnu glæsilegan sigur. Bretar sem horfðu á leikinn skildu ekkert í því hvaða lið var að vinna þá enda merkt sem ISL á skjánum þeirra. Að sjálfsögðu urðu þeir alveg miður sín yfir ósigrinum, en svo kom í ljós að leikurinn var gegn Iceland, einni stærstu verslanakeðju Englands og þá tóku þeir gleði sína á ný, nokkrir þeirra heilsuðu mér meira að segja á sunnudagskvöldi á Búkkanum og Sandy´s bar, vitandi það að ég var frá Íslandi en ekki frá verslanakeðjunni Iceland sem var ranglega merkt sem ISL á skjánum þeirra, en sem hafði unnið England í fótboltaleik á föstudagskvöldið.“

Því næst „nöldrar“ Anna aðeins um það að landið okkar skuli á ensku heita Iceland en ekki Ísland eins og í mörgum öðrum löndum.

„Hvenær megum við Íslendingar sætta okkur við að landið okkar heitir Ísland, en ekki Iceland? Það heitir Island á norðurlandamálum og þýsku, Ijsland á hollensku, Islandia á spænsku, Islande á frönsku og Izland á ungversku og samt tölum við alltaf um eitthvað Æsland ritað sem Iceland á útlensku. Fyrir nokkrum árum síðan fór ég á milli ferðamannaverslana í Reykjavík leitandi að einhverju sem minnti á Ísland, en fann bara ensku verslanakeðjuna Iceland.
Þetta var nöldur dagsins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -