Föstudagur 24. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Griswold hjónin sameinuð á ný: „Það er aldrei þröngt um set með þessum tveimur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þau Chevy Chase og Beverly D´Angelo, sem léku hjónin Clark og Ellen Griswold í hinum stórkostlegu National Lampoon´s Vacation kvikmyndum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, sameinuðust þann 10 desember á Comic Con-ráðstefnu í Steel City í Pittsburgh.

Hver man ekki eftir þessum tveimur?
Ljósmynd: Instagram

„Saman á ný…“ skrifaði hin 71 árs D´Angelo og birti sjálfu með hinum 79 ára Chase á Instagram en þau tvö voru ekki þau einu úr Vacation kvikmyndunum sem mætt var á ráðstefnuna. Ofurfyrirsætan Christie Brinkley var einnig mætt en hin 68 ára Brinkley lék ökumann Ferrari sem daðraði við Clark á hraðbraut í upprunalegu myndinni, Vacation árið 1983 og aftur í fjórðu og síðustu myndinni, Vegas Vacation frá árinu 1997.

Vinirnir þrír.
Ljósmynd: Instagram

D´Angelo deildi ljósmynd af Chase í faðmlögum með þeim D´Angelo og Brinkley, á Instagram og skrifaði við myndina: „MENNTASKÓLA-REUNION.“

Chevy Chase skrifaði athugasemd við myndina og sagði: „Það er aldrei þröngt um set með þessum tveimur.“ Þá birti hann sömu ljósmynd á sinni Instagram-síðu og skrifaði: „The Three Amigos“ og vitnaði þannig í aðra grínklassík sem hann lék í ásamt Marting Short og Steve Martin.

Brinkley skrifaði á sinni síðu að „þessir þrír vinir þurfa jólafrí eftir @steelcitycomiccon. Við snúum aftur í dag og ég er í stuði fyrir eitthvað sekmmtilegt! Ég hreinlega elska ykkur tvö.“

Fréttin er fengin frá E News!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -