Föstudagur 24. maí, 2024
9.3 C
Reykjavik

Guns N´ Roses rokkmessan loksins haldin á föstudaginn: „Stebbi Jak stökk út í sal og stöðvaði slag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Næstkomandi föstudag verður einn af þeim viðburðum sem fresta þurfti margsinnis í Covid faraldrinum, loksins að veruleika. Er um að ræða Guns & Roses rokkmessuna. Nú er loksins komið að því að rokka í paradísarborginni Reykjavík eins og aðstandendur orðuðu það.

Metalhausinn Stebbi Jak
Ljósmynd: Ásta Magg

Ein stærsta rokkplata veraldar, Appetite for Destruction fagnar 35 ára afmælinu á þessu ári og mun dagskrá rokkmessunnar litast mikið af lögum hennar. Aðrir ópusar og þrumu smellir sveitarinnar Guns N´ Roses fá að að sjálfsögðu að fljóta með.

Þetta er ekki í fyrsta né síðasta skiptið sem Guns N’ Roses rokkmessur verða haldnar hér á landi enda alltaf vel sóttir og gríðarlega skemmtilegir viðburðir. Hljómsveitin samanstendum meðal annars af meðlimum hljómsveitanna Dr. Spock, DIMMU og Skálmaldar og mun hún sjá til þess að fólk fái rokkið beint í æð í bestu mögulegum gæðum.

Guns N´ Roses eru ekki Skítamórall en nokkuð svalir samt.

Mannlíf ræddi við Franz Gunnarsson sem spilar á gítar og syngur í messunni og spurði hann hvort það væri ekki mikil tilhlökkun í bandinu, eftir alla þessa bið.

„Jú það er mikil tilhlökkun í hópnum. Við vorum fyrir norðan síðustu helgi og það var alveg sturlað. Fullt hús og greinilega hiti í mannskapnum því á einum tímapunkti þurfti Stebbi Jak söngvari að stökkva út í sal og stöðva fæting í uppsiglingu, rétt eins og um alvöru Guns tónleika væri að ræða árið 1988. Við erum að gera þetta núna með nýjan Slash (gítar) og Steven Adler (trommur) innanborðs þannig að það er ákveðin endurnýjun og þróun í gangi innan hópsins. Með nýjum mannskap koma nýjar áherslur og munu gestir á Húrra fá að upplifa til dæmis lög sem við höfum aldrei flutt áður á svona rokkmessu ásamt auðvitað öllum sleggjunum sem gera Guns N’ Roses ódauðlega hljómsveit,“ sagði rokkhundurinn Franz.

Flytjendur:

- Auglýsing -

Söngur: Stefán Jakobsson
Gítar: Davíð Sigurgeirsson
Gítar / Söngur: Franz Gunnarsson
Bassi / Söngur: Jón svanur Sveinsson
Trommur: Jón Geir Jóhansson

Rokkmessan verður haldin 3. júní á skemmtistaðnum Húrra í miðbæ Reykjavíkur og hefst kl. 22:00.

MIÐASALA REYKJAVÍK: https://tix.is/is/event/13285/guns-n-roses-rokkmessa/ 

- Auglýsing -

VIÐBURÐUR REYKJAVÍK: https://www.facebook.com/events/538666657658256 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -