Laugardagur 15. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Heimsókn í versta vaxmyndasafn heims – MYNDIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir 10 árum síðan var lokað versta vaxmyndasafni heims, Louis Tussauds House of Wax, á Yarmouth-svæðinu í Norfolk á Englandi, 58 árum eftir að það var opnað. Ljósmyndir frá safninu lifa þó enn góðu lífi á samfélagsmiðlum.

Louis Tussauds House of Wax var án efa versta vaxmyndasafn heims en safnið öðlaðist költstöðu meðal gesta en fólk hópaðist þangað til þess að hlæja sig máttlaust. Fyrir tíu árum var safninu þó lokað, en síðan þá birtast ljósmyndir þaðan reglulega á samfélagsmiðlum og vekja alltaf athygli.

Hér má sjá brot af þeim óhugnaði sem leyndist á safninu:

Þessi er reyndar ágæt … Jóhannes Páll páfi II.
Drakúla? Michael Sheen? Nei … Tony Blair.
Matthew Broderick? Sean Heys? Neibb. Þetta er John Major.
Þótt ótrúlegt sé, á þetta að vera Michael Owen.
Kylie Minogue gjörið svo vel!
The Monkees? The Rolling Stones? Nei, einhverra hluta vegna eru þetta Bítlarnir.
Dionne Warwick? Little Richard? Nei, nei, þetta er konungur poppsins, Michael Jackson.
Burt Reynolds? Engelbert Humperdinck? Nei, hvorugir (eða báðir?). Þetta er Sean Connery.
Þótt ótrúlegt sé, er þetta nokkuð líkt fyrirmyndinni, Boy George.
Það er eins og Beckham hjónunum hafi verið lýst í gegnum síma fyrir blindum myndhöggvara.
Alec Baldwin í hlutverki Elísabetar Bretlandsdrottningar
Þessi hryggðarmynd á að vera Mussolini.
Vilhjálmur Bretaprins gjörsovel!
Þetta er ekki pósturinn Páll, þetta er Karl III Bretakonungur.
Ef maður pírir augun og slekkur ljósin, líkist þetta nokkuð fyrirmyndinni, Díönu prinessu.
Steven Seagal? Nei, þetta á að vera kóngurinn sjálfur, Elvis.
Mr. Has Bean?

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -