Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Jeremy Renner alvarlega slasaður eftir snjóplógsslys – Í stöðugu ástandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Marvel-stjarnan Jeremy Renner er alvarlega slasaður en í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi, eftir snjómokstursslys.

Fram kemur á BBC að hinn 51 árs leikari, sem tvívegis hefur hlotið tilnefningu til Óskarsverðlaunanna, hafi verið fluttur með sjúkraflugi á spítala á sunnudadginn eftir slys sem hann lenti í við heimili hans í Reno, Nevada-ríki.

Samkvæmt talsmanni Renner hlýtur leikarinn „frábæra umönnun“ eftir „veðurtengt slys“.

Tugir hafa látið lífið um gjörvöll Bandaríki vegna veðurhamsins sem skekur landið. Þá hafa stormar ollið rafmagnstruflunum og aflýsinga á þúsundum fluga.

Kristin Vietti, upplýsingafulltrúi á staðnum, sagði The Hollywood Reporter að Renner hafi verið fluttur á sjúkrahús í nágrenninu og að hann hafi verið sá eini sem slasaðist.

Rannsóknahópur stórslysa hjá lögreglunni á svæðinu eru að skoða aðstæður slyssins, bætti Vietti við.

- Auglýsing -

Lögreglustöðin gaf frá sér yfirlýsingu þar sem sagt var að brugðist hefði verið við „alvarlegs slyss í nálægð við Mt. Rose hraðbrautinn í Reno, Nevada á sunnudagsmorgun, um klukkan 9:00.“

Renner er helst þekktur fyrir að leika Hawkeye í Marvel kvikmyndunum en hann hlaut einnig tvennar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Hurt Locker og The Town.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -