Söngdívan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er nær óþekkjanleg í hlutverki sínu í Chicago hjá Leikfélagi Akureyrar.
Nú um mundir sýnir Leikfélag Akureyrar söngleikinn gríðarvinsæla Chicago við frábærar undirtektir en Marta Nordal leikstýrir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson er tónlistarstjóri verksins. Þær Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þykja bera af en þær fara með aðalhlutverkin í sýningunni en þær leika þær Velmu og Roxý.
Í nýrri færslu á Instagram birtir Jóhanna Guðrún ljósmynd af sér í hlutverki Velmu og er óhætt að segja að hún sé nær óþekkjanleg. Síðu ljósu lokkarnir hafa fengið að víkja fyrir styttra dökku hári. Einn aðdáandi hennar skrifar við færsluna spurningu sem sjálfsagt margir velta fyrir sér: „Syngur engill í gegnum þig eða?“ Hér fyrir neðan má bera nýja útlitið augum:

Ljósmynd: Instagram-skjáskot