Laugardagur 9. nóvember, 2024
8.8 C
Reykjavik

Kaitlyn stígur fram: Sakar framleiðanda Bachelor um kvenfyrirlitningu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bachelor stjarnan Kaitlyn Bristowe opnaði sig nýverið í hlaðvarpsþáttunum Not Skinny but not fat. Þá sagðist hún hafa upplifað kvenfyrirlitningu frá Mike Fleiss, framleiðanda þáttanna. Kaitlyn er þekkt fyrir hreinskilni og er ekki að skafa af hlutunum. Þegar hennar þáttaröð lauk trúlofaðist hún Shawn Booth og stuttu síðar fékk hún boð um að taka þátt í vinsælu þáttunum Dancing With The Stars.

Kaitlyn og Jason eru glæsilegt par

Í hlaðvarpinu lýsir Katilyn því að Mike hafi gert allt sem hann gat til þess að koma í veg fyrir að hún tæki þátt í dansþáttunum. Hann sagði henni ítrekað að afþakka boðið og setja Shawn, unnusta sinn, í fyrsta sætið. Kaitlyn segist hafa fundið kvenfyrirlitningu frá honum og bætti við að hún væri viss um að honum hafi líkað illa við hana frá upphafi vegna persónuleika hennar. Þrátt fyrir það tók hún þátt í dansþáttunum og sigraði keppnina. Þremur árum síðar sleit hún trúlofuninni. Í dag er hún trúlofuð Jason Tartick en Jason tók einnig þátt í raunveruleikaþáttunum Bachelor. Parið virðist ástfangið upp fyrir haus og eru aðdáendur þáttanna sannfærðir um að Kaitlyn hafi loksins fundið sína einu sönnu ást.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -