Laufey Lín Jónsdóttir og tvíburasystir hennar Júnía, kenndu Elizu Reid að taka betri sjálfu.
Forsetafrúin Eliza Reid er komin heim eftir vel heppnaða ferð um Evrópu þar sem hún var gestur á hinum ýmsum ráðstefnum og fundum. Fór hún til Lundúna, Vínarborgar og Berlínar en er nú komin heim. Eliza fór á tónleika Laufeyjar í Hörpu í gærkvöldi og birti í morgun ljósmynd þar sem hún stillir sér upp við hlið tvíburasystranna Laufeyju Lín og Júníu Jónsdætra. Segir hún að þær hafi kennt henni að sitja betur fyrir á sjálfum (e. selfies).
„Mikið var magnað að hlusta á Grammy-verðlaunahafann Laufeyju leika listir sínar á heimavelli í Hörpu í gærkvöldi. Tvíburasystirin Júnía kom líka fram í nokkrum lögum. Á eftir kenndu þær mér svo að sitja fyrir í sjálfum.“