Laugardagur 15. júní, 2024
5.8 C
Reykjavik

Lífsreynslusagan: „Þegar hann fór að leggja á mig hendur sagði ég hingað og ekki lengra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar þessi saga gerðist, var ég á miðjum aldri.

Ég var mjög brotin eftir skilnað og var að ná áttum með alltof mikið á mínum herðum.

Ég á tvö börn sem voru á mínu framfæri, en við skilnað var það samkomulag okkar hjóna að hann borgaði ekki meðlag með börnunum.

Ég var vel efnuð kona á þessum tíma átti lúxusíbúð á besta stað bæjarins, einnig átti ég aðra íbúð fyrir starfsfólk mitt.

Ég rak tvö fyrirtæki á þessum tíma. Allir sáu, sem mig þekktu að ég var þreytuleg og við það að bugast.

Eitt vetrarkvöld þegar ég sat ein heima, komu vinkonur til mín og vildu fá mig með út á lifið. Ég sló til. Við fórum á vinsælan skemmtistað í miðborginni. Ekki vorum við búnar að vera lengi þar inni, þegar mjög huggulegur maður kemur til að bjóða mér upp í dans. Eftir dansin settist hann hjá okkur, við spjölluðum og dönsuðum allt kvöldið. Ég gaf honum símanúmer mitt, síðan kvöddumst við. Ég fór til vinnu daginn eftir og var ekki búin að vinna fyrr enn seint um kvöldið. Þegar heim kom beið hann fyrir utan. Ég bauð honum inn og við spjölluðum frameftir. Svona hélt þetta áfram í nokkuð langan tíma.

- Auglýsing -

Ég var orðin ástfangin, hann líka að eigin sögn. Hann átti góða íbúð og flottann blæjubíl. Hann fór að vera meira heima hjá mér. Eitt skipti er ég kom heim eftir vinnu var nafnið hans komið á mína bjöllu og það efst. Viðvörun. Allt gekk þetta vel í byrjun og á endanum giftum við okkur. Ég gerði kaupmála sem var þinglýst um að þetta væri mín séreign.

Eftir giftingu seldi ég íbúðina, við keyptum okkur einbílishús. Hann var duglegur að laga húsið sem hann átti ekkert í, sagði hann. Á endanum rifti ég mínum kaupmála.

- Auglýsing -

Fljótlega eftir það fór hann að ráðskast með allt. Þegar hann kom inn í mitt bú átti hann ekkert, var í félagsíbúð og sportarinn allur í skuld. Ég hafði náð mér í ómerkilegan pokakall!

Enginn mátti tala við mig, ekki einu sinni fjölskyldan, allir voru að spilla mér sagði hann. Þegar hann fór að leggja á mig hendur sagði ég hingað og ekki lengra. Ég vil skilnað.

Það var akkúrat það galdraorð sem hann var að bíða eftir.

Allt það sem ég átti fyrir átti hann nú helming í við skilnað. Ég vildi ekki gefast upp og réði mér lögfræðing. Skilnaðurinn okkar tók fjögur ár og fór fyrir Hæstarétt á endanum. Þegar upp var staðið eftir allan þann tíma tóku lögfræðingar og skiptastjóri nánast allt það sem ég átti.

Ég vil segja þessa sögu öðrum konum og já körlum líka. Að ástin getur verið blind. Pokakallinn minn fékk þó minna en hann hefur ætlað sér.

ÞAð ER ÉG SÁTT VIÐ.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -