Þriðjudagur 15. október, 2024
5.9 C
Reykjavik

Neyðarsöfnun fyrir börn á Gaza – Leggðu þín lóð á vogarskálarnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neyðarástand ríkir nú fyrir botni miðjarahafs en þúsundir manna hafa látist í átökunum á síðustu vikum. Flestir hinna látnu eru sagðir vera konur og börn en átökin á svæðinu hafa stigmagnast eftir að sjö daga vopnahléi lauk þann 30.nóvember. Gríðarleg þörf er fyrir mannúðarstarf á Gaza og fjöldi barna eru á vergangi.

Þegar átökin brutust út brást Barnaheill skjótt við og stækkuðu umfang neyðaraðstoðar á svæðinu. Samtökin hafa unnið hörðum höndum til þess að safna fjármagni sem styðja við börn og fjölskyldur í neyð á Gaza.

Þær Gríma Björg Thorarensen og Jóna Vestfjörð Hannesdóttir hafa nú sett á laggirnar jólahappdrætti til styrktar Barnaheilla en hver miði kostar litlar 3000 krónur. Vinningar eru að verðmæti 2,5 milljón króna og er miðinn tilvalin jólagjöf. Leggðu þín lóð á vogarskálarnar og taktu þátt í neyðarsöfnun fyrir börn og fjölskyldur sem eiga um sárt að binda.
Miðarnir eru seldir á Tix.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -