Mánudagur 17. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Nick Cannon segist vera til í sitt 13 barn með Taylor Swift: „Það væri stórkostlegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn 12 barna faðir Nick Cannon segist vilja eignast barn með Taylor Swift.

Þáttastjórnandinn, leikarinn og rapparinn, svo eitthvað sé til tekið, Nick Cannon var í viðtali í útvarpsþættinum The Howard Stern Show í gær. Þar viðraði hann þá hugmynd um að eignast barn með Taylor Swift sem nýlega hætti með kærasta sínum til sex ára, Joe Alwyn. Viðurkenndi Cannon að þó hann hefði engin plön um að bæta í stóran barnahópinn, myndi hann skipta um skoðun ef Swift vildi stofna með honum fjölskyldu.

„Ég er mjög til í það,“ sagði Cannon og hló, þegar Howar Stern stakk upp á þessu. „Fyrst og fremst er hún ótrúlegu lagasmiður. Það sem ég elska varðandi Taylor Swift er hvað hún hefur verið viðkvæm og opinn með tónlist sína.“ Þá bætti hinn 42 ára Cannon við að þau Taylor, sem er 33 ára, eigi „mjög svipaða“ reynslu af því að ástarmál þeirra lenda alltaf í fréttunum. „Ég held að hún myndi skilja mig mjög vel. Við myndum örugglega skilja hvort annað.“

Cannon grínaðist með það að „köngurlóa skynjunin“ hafi farið í gang eftir að hann heyrði af sambandsslitum Swift og bætti við hugmyndinni að eignast barn með poppstjörnunni. „Það væri stórkostlegt.“

Nick á 12 börn með sex konum. Árið 2021 var hann nokkuð iðinn við kolann en 2022 eignaðist hann soninn Legendary Love, sem er níu mánaða, með Bre Tiesi, dótturina Onyx Ice, sex mánaða, með LaNisha Cole, soninn Rise Messiah, einnig sex mánaða, með Brittany Bell, dótturina Beautiful Zeppelin, fjögurra mánaða, með Abby de la Rosa og dótturina Halo Marie, þriggja mánaða, með Alyssu Scott. Sem sagt 5 börn með jafn mörgum konum.

Fyrir átti hann tvíburana Moroccan og Monroe með fyrrum eiginkonu sinni, Mariah Carey en þeir eru 11 ára. Þá átti hann einnig soninn Golden „Sagon“, sex ára og dótturina Poweful Queen, 2 áram með Brittany Bell, sem og tvíburana Zion Mixolydian og Zillion Heir, 21 mánaða, með Abby de la Rosa. Sonur hans og Alyssu Scott, hinn 5 mánaða Zen, lést af völdum heilaæxlis í desember 2021.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -