- Auglýsing -
Áhrifavaldurinn, athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Hún gerði garðinn frægan í denn þegar hún deildi þrifaráðum með samlöndum sínum. Nú hefur hún birt lista yfir þrifin á heimilinu sem vert er að gera í hverri viku. Samanstanda þau af:
- Taka af rúmum og þvo rúmföt
- Ganga frá hreinum þvotti
- Þrífa baðherbergið
- Þrífa ruslaskápinn
- Þrífa eldhúsvask
- Raða og þrífa ísskáp
- Þurrka yfir skápfronta og borðplötu
- Þrífa gler og spegla
- Þurrka af borðstofustólum
- Þurrka af hhurðum, húnum og rofum
- Þurrka af í herbergjum og alrými
- Henda blómum og þrífa blómavasa
- Ryksuga sófann
- Þvo sófateppi og koddaver
- Ryksuga og skúra
Gott er að hafa reglu á heimilisþrifunum og því tilvalið að fylgja lista Sólrúnar og tileinka sér hann – í einu eða öllu.
