Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Stór svæði í heila Emiliu Clarke ónothæf eftir slagæðagúlpa: „Ég hlæ en þetta er samt satt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breska leikkonan Emilia Clarke segir að parta vanti í heila hennar eftir að hún greindist í tvígang með slagæðagúlp.

Emiliu Clarke kannast allir aðdáendur Game of Thrones þáttanna en þar lék hún drekamóðurina sjálfa, Daenerys Targaryen. Hún opnaði sig nýverið í viðtali við Sunday Morning-þátt BBC um veikindi sem hún hefur glímt við. Hún greindist tvívegis með slagæðagúlp í heila árið 2019 og í kjölfarið vanti stóra parta í heila hennar. Í viðtalinu segir hún frá því veikindunum og hvernig þau höfðu áhrif á hana. „Ég greindist tvívegis með slagæðagúlp í heila og það gaf mér nýja sýn og svona, setti hlutina í ákveðið samhengi þegar ég var að leika í gríðarlega vinsælum þáttum og öllu havaríinu sem fylgdi því.“

Clarke í hlutverki sínu sem drekamóðirin í Game of Thrones:
Ljósmynd: HBO-skjámynd

Clarke sagði í viðtalinu að karakter hennar í Game of Thrones, Daenerys hafi hjálpað henni í veikindum hennar. „Ég reyndi að halda sönsum og það var hálf fyndið en ég endurtók oft heilu setningarar úr þættinum í huganum.“ Þá fór Clarke einnig yfir það hvaða líkamlegu áhrif veikindin höfðu á hana. „Stærð svæðisins í heilanum sem er ónothæfur núna er þannig að það er í raun ótrúlegt að ég geti enn talað og lifað eðlilegu lífi. Ég er ein af mjög fáum einstaklingum sem nær að lifa svona af.“

Þáttastjórnandinn spurði Clarke hvort hún hafi ekki séð röntgen-mynd af heila sínum og hún svaraði um hæl: „Jú og það vantar heilan helling,“ sagði hún og skellihló. Henni var þó full alvara með þessum orðum sínum. „Ég hlæ en þetta er samt satt, um leið og partar heilans fá ekki súrefnið sem þeir þurfa, eru þeir farnir.“

Fyrra skiptið sem hún greindist með slagæðagúlp gerðist er hún var að klára fyrstu þáttaseríuna af Game of Thrones en hið seinna er hún var að klára þriðju þáttaseríuna. Sagði hún að bataferlið hafi verið mun erfiðara í seinna skiptið. „Það virtist sem ég hefði upplifað mun hrottalegra stríð en Daenerys hafði nokkurn tíma upplifað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -