Þriðjudagur 15. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Sunneva og Baltasar eiga von á barni í ágúst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Vísir greinir frá því að leikstjórinn og leikarinn Baltasar Kormákur og myndlistakonan og leikmyndahönnuðurinn Sunneva Ása Weisshappel, eigi von á sínu fyrsta barni saman í byrjun ágúst. Fyrir á Baltasar fjögur börn en um er að ræða fyrsta barn Sunnevu.

Baltasar og Sunneva vöktu athygli þegar þau byrjuðu samband sitt í byrjun ársins 2019 en aldursmunurinn er talsverður.

Sennilega er enginn íslenskur leikstjóri jafn þekktur og Baltasar. Hann hefur leikstýrt Hollywood-kvikmyndum á borð við Everest og Two Guns. Nýverið var svo greint frá því að Baltasar, sem er 58 ára, muni leikstýra fyrsta þætti í miðaldasjónvarsþáttaröðinni King and Conqueror sem eru stjörnum prýddir þættir. Þá er eftirvinnsla í gangi á nýjustu kvikmynd hans, Touch, en þar leikur Egill Ólafsson aðalhlutverk en að auki leikur sonur Baltasar, Pálmi Kormákur í myndinni sem og sonur Ingvars E. Sigurðssonar, Sigurður.

Af Sunnevu má segja að hún opnaði stóra einkasýningu síðasta haust í New York með galleríinu Robilant og Voena, auk þess sem hún sýndu Þulu í Marshallhúsinu. Þá hefur hún sýnt ansi víða, bæði hér heima og erlendis en að auki hefur hún leikstýrt og unnið við gerð fjölda tónlistarmyndbanda og fengið tilnefningar til verðlauna, að því er fram kemur í frétt Vísis. Væntanlega eru svo kokkaþættir á RÚV sem hún skrifaði með Sollu Eiríks en Sunneva leikstýrir einnig þáttunum.

Mannlíf óskar parinu innilega til hamingju með bumbubúann!

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -