Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.1 C
Reykjavik

Svavari Pétri komið rækilega á óvart á Rás 2: „Eitthvað rosalegasta eintak sem ég hef meðhöndlað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líkt og Mannlíf sagði frá í dag á Svavar Pétur Eysteinsson eða Prins Póló eins og hann er stundum kallaður, afmæli í dag. Sagði hann blaðamanni Mannlífs að frúin hans væri að fara með hann í óvissuferð í tilefni dagsins. Svo virðist sem partur af þeirri ferð hafi verið að fara í óvænt viðtal á Rás 2.

Andri Freyr Viðarsson og Hrafnhildur Halldórsdóttir, þáttastjórnendur Síðdegisútvarpsins á Rás tvö voru að fjalla um afmælisbarnið og höfðu nýlokið að spila lagið Niðrá strönd með Prins Póló er Svavar var leiddur inn í stúdíóið af vini sínum, Benna Hemm Hemm og virtist hinn hissasti. „Maður er bara leiddur hingað inn í musterið, alveg fyrirvaralaust!“ Sagði Svavar Pétur steinhissa og Andri svaraði: „Fáðu þér sæti, sæti.“
Eftir að þáttastjórnendurnir höfðu óskað honum til hamingju með afmælið, sagðist Andri hafa búist við honum með kórónu á hausnum en Prins Póló er þekktur fyrir að ganga með kórónu: „En svo kemurðu bara með Elvis Costello hatt!“ sagði Andri stríðinn. „Já ég kom bara með djasshatt sem ég keypti hjá Guðsteini um daginn,“ svaraði Svavar. „Hann fer þér vel,“ bætti Hrafnhildur með. Aðspurður hvort þetta væri nýtt aldursmerki svaraði Svavar að „þegar það er farið að þynnast þarna uppi þarf maður að hafa eitthvað til að hlýja sér.“ „Segðu Bubba Morthens það,“ skaut þá Andri Freyr inn í.

Með Svavar Pétri í för var tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm sem hefur spilað með Prins Póló í fjöldi ára en Benni var með leynilegan poka í hönd. „Hvað, ertu með köku í pokanum,“ spurði Andri Freyr forvitinn. „Nei, mig langar að plögga hérna eina plötu. Er það í lagi?“ spurði Benni vin sinn Svavar. „Jú, þú átt allan tímann minn,“ svaraði Svavar grunlaus um það sem var í vændum. „Eitt af því sem við Svavar höfum gert var það að við vorum einu sinni í íslensk-kanadískri hljómsveit, Embassy Lights. Og við vorum á Messenger fyrir dálitlu síðan og vorum að ræða að Svavar ætti bráðum afmæli. Og við gerðum saman eitt eintak af Coverlagaplötu með lögum eftir Prinsinn,“ sagði Benni og dróg upp úr pokanum glæsilega plötu og rétti Svavari sem var vægast sagt hissa. „What?!“ heyrðist í afmælisbarninu og hélt hann áfram: „Hérna eru bara lög, eftir Prinsinn sem búið er að þýða yfir á engilsaxnesku og hljóðrita á glæran vínil!“ Spennan í rödd Svavars var heyranleg enda stórkostleg afmælisgjöf. „Þetta er eitthvað rosalegasta eintak sem ég hef meðhöndlað.“

Aðeins er ein plata til, sem Svavar Pétur fékk en hægt er að hlusta á plötuna á Spotify en hún heitir Songs for my Prins og er með The Prins Póló International Appreciation Society

Hér má hlusta á plötuna:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -