Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Viktor er þakklátur fyrir samstarfsfólk: „Viðkomandi fannst ég draga niður stétt hjúkrunarfræðinga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Á þessari mynd var ég að taka mín fyrstu skref sem hjúkrunarfræðinemi innan veggja Landspítalans fyrir þremur árum síðan. Fljótlega eftir að ég deildi þessari mynd á samfélagsmiðlum fékk ég að vita að það voru ekki allir sáttir með ráðningu mína,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Viktor Andersen á Instagram-síðu sinni. Viktor segist hafa ákveðið að segja ekki neitt en það hefur þó hvílt á honum síðan hversu mikið fordómar geta eyðilagt út frá sér.

Myndin sem Viktor á við

„Þetta snerist um að einn af yfirmönnum hjúkrunar innan Landspítalans þurfti að tjá sig um ráðningu mína á 12G Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild og þar með hugsanlega að hafa áhrif á ráðningu mína. Viðkomandi persónu hef ég aldrei hitt né talað við, en viðkomandi gat samt myndað sér skoðun á mér sem hjúkrunarfræðinema að þarna ætti ég ekki heima út frá þessari einu mynd. Viðkomandi fannst ég draga niður stétt hjúkrunarfræðinga og fannst greinilega neikvætt að ég yrði ráðinn inn fyrir veggi spítalans,” segir Viktor sem hefur alltaf verið opinn um kynhneigð sína. Auk þess hefur hann tjáð sig opinberlega um fegrunaraðgerðir sem hann hefur gengist undir og áreitis sem hann hefur orðið fyrir vegna útlits.

„Sem betur fer talaði starfsreynsla mín og meðmæli sínu máli og deildinni 12G tók vel á móti mér og tók ekki vel í þessa skoðun þessa einstaklings. Ég veit fyrir vissu að ég er vel liðinn af samstarfsfólki mínu, þau þreytast ekki á að segja mér það og þau treysta mér. Sjúklingarnir eru ánægðir með þá hjúkrun sem ég veiti, ég fæ kveðjur frá þeim eftir að heim er komið þar sem þeir vilja að ég viti hvað þeir mátu mig mikils,“ segir hann og bætir við að skoðun einstaklingsins á honum hafi verið byggð í gegnum samfélagsmiðla.

„Ráðning mín á að vera óháð kynhneigð og kyntjáningu. Ég er svo þakklátur fyrir samstarfsfólkið mitt, það stóð með mér, þjálfuðu mig og gáfu mér tækifæri og ég fæ að vera ég sjálfur. Ég elska starfið mitt og á 12G finnst mér best að vera enda er starfsandinn þar rosalega góður. En ég er langt í frá fullkominn og ég reyni alltaf að gera betur í dag en í gær,“ segir Viktor að lokum en DV sagði fyrst frá reynslu Viktors.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -