Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Egill gefst ekki upp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Egill Ólafsson, leikari og tónlistarmaður, fer á kostum í Snertingu. kvikmynd Baltasars Kormáks. Hann segir frá átakanlegri glímu sinni við Parkonson í viðtali við Sölva Tryggvason. Þar kemur fram æðruleysi kappans sem lætur ekki hömlur sjúkdómsins aftra sér frá því að halda áfram að stunda list sína.

„Það er auðvelt að gefast upp og leggjast í kör, en lífið er þess virði að takast á við það, alveg sama hve erfitt það er. Maður verður að halda í vonina og halda áfram. Ég er ekki hættur að skapa. Ég kem með plötu í haust sem ég er að gera með gömlu skólahljómsveitinni,“ segir einlægur Egill í viðtalinu. Þarna er hann að vitna til hljómsveitarinnar Rassa sem hann skipar ásamt Rúnari Þór Péturssyni og Benedikt Helga Benediktssyni, gömlum skólafélögum frá Núpi í Dýrafirði. Hljómsveitin heitir reyndar Razzar á Spotify.

Þess utan er að koma út ný plata með Agll. Og þetta er ekki nóg því hann er að einnig gefa út ljóðabók. Það er enginn uppgjafartónn í Agli þótt rödd hans sé að láta undan sjúkdómnum …

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -