Laugardagur 5. október, 2024
8.8 C
Reykjavik

Guðmundur er biskupsefni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Innan Þjóðkirkjunnar eru konur og karlar að leita að arftaka Agnesar Sigurðardóttur biskups sem er á förum á næsta ári. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju, er á meðal þeirra sem njóta stuðnings sem næsti biskup. Guðmundur nýtur vinsælda í sókn sinni og fullyrt er að hann hafi laðað að kirkjugesti í meira mæli en áður hafi sést og yrði góður biskup. Gárungar segja að hörðustu trúleysingjar hafi séð ljósið undir handleiðslu séra Guðmundar Karls.

Þegar hafa Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju, og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, lýst yfir áhuga sínum á embættinu ef til þeirra verði leitað. Framboð kvennanna dreifir fylginu eykur möguleika á því að Guðmundur Karl nái kjöri, ef til kemur.

Vísbendingar eru uppi um að Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, hafi hug á embættinu. Jólaauglýsingar vígslubiskups og eiginkonu hans eru sagðar liður í því að markaðssetja hann í embættið. Kristján er nokkuð við aldur en hann er sagður halda því fram að það henti kirkjunni vel að hann sitji í embætti í nokkur ár á meðan rykið eftir ferðalag Agnesar sest og framtíðarleiðtogi verði fundinn …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -