Föstudagur 11. október, 2024
-1.5 C
Reykjavik

Harmar brotthvarf Tómasar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Offramboð er um framboð til embættis forseta Íslands þar sem hátt í 40 manns hafa lýst vilja eða áhuga á að takast á við það verkefni að sameina þjóð sína. Sú ringulreið sem er brostin á hefur aukist með hverjum deginum.
Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir stökk á vagninn, áhugasöm um að halda á lofti merki Íslands. Á sama tíma hætti björgunarsveitarmaðurinn Tómas Logi Hallgrímsson við áform sín um framboð. Allt þetta vekur Brynjari Níelssyni ríkisstarfsmanni ama og hann harmar brotthvarf Tómasar.
„Nú er björgunarsveitarmaðurinn hættur við, sem mér fannst vænlegastur í embættið. Hann hefði kannski getað gert gagn og bjargað einhverjum. Í staðinn er komin blanda af léttklæddum áhrifavöldum og elítu liði sem er að kafna úr mennta-og menningarsnobbi. Vellur froðan og rétthugsunin út um allt með slíkum krafti að manni verður eiginlega hálf flökurt,“ skrifar Brynjar en áréttar að sjálfur ætli hann ekki í framboð. Þar tíundar hann að eiginkona hans, sé ekki með sömu sýn á framboðið eins og Felix Bergsson sem lýst hefur yfir meðframboði við hlið maka síns, Baldurs Þórhallssonar prófessors. Brynjar telur jafnvel líklegt að kona sín muni ekki kjósa sig ef til framboðs kæmi …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -