Fimmtudagur 25. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Mogginn fordæmdur vegna Höllu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Úrslitin í forsetakosningunum koma mörgum á óvart. Enginn átti von á þeim yfirburðum sem Halla Tómasdóttir sýndi upphaflega þegar á hólminn var komið. Flestir eru sammála um að ástæðan fyrir þeim mikla mun sem blasir við hafi verið súi að fólk kaus taktískt.

Síðustu skoðanakannanir fyrir kjördag sýndu Höllu og Katrínu Jakobsdóttur hnífjafnar. Þeir sem fylgdu skoðanakönnunum og máttu ekki til þess hugsa að Katrín yrði forseti kusu Höllu fremur en að styðja frambjóðendur sem voru í vonlítilli stöðu um að vinna.

Framan af baráttunni var Halla Hrund Logadóttir talin vera sigurstranglegust. Sú staða varð til þess að Mogginn og Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins lögðust á eitt við að sverta frambjóðandann og bakka upp sinn mann, Katrínu Jakobsdóttur. Sama aðferð var notuð til að rakka Baldur Þórhallsson prófgessor sem um tíma þótti sigurstranglegur. Margir hafa orðið til þess að benda á þjóðarskömm Moggans í þessu efni.

„Maður hefði ætlað að þeir sýndu háttvísi rétt fyrir kjördag. En svo var ekki. Þetta er formlega orðið að einskonar atlögu. Sómakennd virðist litla að finna meðal þeirra sem um þessi mál véla í Hádegismóum. Allt eru þetta óvægnar „smjörklípur“, úlfaldar gerðir úr mýflugum, misvísandi fyrirsagnir eða dylgjur um meint misferli,“ skrifaði Stefán Hilmarsson tónlistarmaður um þá ógeðfelldu framgöngu Morgunblaðsins.

Katrín getur þakkað Morgunblaðinu og því hyski sem þar þrífst innandyra þau örlög sín að hafa tapað stórt. Þjóðin reis upp gegn ófögnuðinum og kaus lægsta samnefnarann fremur en að ganga erinda skrímslanna.

„Þegar Halla Hrund var á dögunum gestur í viðtalsþætti blaðsins, Spursmálum, varð manni það raunar ljóst hvað vakti fyrir forvígsmönnum. Sá þáttur var frekar í ætt við aðför en viðtal, það blasir við þeim sem á horfa. Það sem Höllu Hrund hefur m.a. verið gefið af sök, er að hafa sýnt velvild í garð kollega í Argentínu, með viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf á sviði vistvænnar orkuframleiðslu,“ skrifar Stefán ennfremur í grein á Vísi.

- Auglýsing -

Víst er að margir eru með óbragð í munni eftir þessa kosningabaráttu og inngripa Morgunblaðsins. Þá er jafnljóst að fólk þarf að staldra við gallaðar skoðanakannanir sem eru út og suður en geta haft gríðarleg áhrif á niðurstöður kosninga …

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -