Þriðjudagur 21. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Sara Lind er gæðingur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sara Lind Guðbergsdóttir, fráfarandi forstjóri Ríkiskaupa, er gæðingur Sjálfstæðisflokksins, og nýtur þess að vera í skjóli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra eins og fleira gott fólk. Sara Lind var gerð að forstjóra Ríkiskaupa án auglýsingar og án þess að hafa til þess reynslu eða sögu sem stjórnandi. Nýverið var hún sett sem orkumálastjóri í skarð Höllu Hrundar Logadóttur sem gefur kost á sér sem forseti Íslands.

Sara Lind hefur sumpart staðið sig vel hjá Ríkiskaupum. Þannig gerði hún tilraun til að ná utan um allt það svindl sem á sér stað hjá ríkisstarfsmönnum sem ferðast á kostnað ríkisins en þiggja persónulega þau gæði sem felast í punktum vegna ferðalaganna. Ráðning Söru sem orkumálastjóra stendur til 1. júní. Eftir það er óljóst hvað tekur við hjá henni en flokkurinn á sér marga fóðurbása fyrir þá riddara einstaklingsframtaksins sem ekki geta séð sér farborða á frjálsum markaði …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -