Fimmtudagur 23. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Stefán á gráu svæði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefán Ólafsson, efnahagsráðgjafi Eflingar og fyrrverandi prófessor í félagsfræði, á ekki upp á pallborðið hjá Ástráði Haraldssyni sáttasemjara eftir að hann lak upplýsingum um gang mála á samningafundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stefán gaf til kynna í Facebook að aurasálir hafi ráðið för og þúsundkall hefði borið í milli þegar samningafundi var slitið.

„Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks – og það án árangurs! Aurasálin er vissulega verðugt rannsóknarefni fyrir sálfræðinga,“ skrifaði Stefán.

Efnahagsráðgjafinn, sem er helsti ráðgjafi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, er þarna á gráu svæði ef marka má að sáttasemjari hafði sett fjölmiðlabann á stríðandi fylkingar. Þess utan fullyrti Ástráður að Stefán hefði slitið hluti úr samhengi og farið beinlínis rangt með …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -