Laugardagur 20. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Brottreknir starfsmenn Skagans 3X sviknir um árshátíð: „Hún er ekki í boði fyrir ykkur lengur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsmönnum sem var sagt upp fengu ekki að koma með í árshátíðarferð til útlanda.

Fyrirtækið Skaginn 3X sagði upp 27 starfsmönnum á Ísafirði í ágúst og tilkynnti á sama tíma að starfsstöðinni yrði lokað. Það var aðeins tíu dögum áður en starfsmenn fyrirtæksins áttu að halda í skemmtiferð til Þýskalands. Þegar starfsmönnum var tilkynnt að þeim yrði sagt upp var einnig tekið fram að þeir myndu ekki fá að koma með í skemmtiferðina. Mikið ósætti ríkir meðal starfsmanna fyrirtækisins á Ísafirði með þessa ákvörðun en starfsmenn fyrirtæksins sem vinna á Akranesi og Reykjavík eru þessa stundina í ferðinni meðan Ísafirðingarnir sitja heima með sárt enni. Skaginn 3X er í eigu þýska fyrirtækisins Baader og hefur verið í fullri eigu þess síðan í fyrra. Mannlíf ræddi við starfsmann Skagans 3X um málið.

„Þetta er svona „worldwide“ hittingur þar sem allir starfsmenn Baader hittast. Það væri hægt að kalla þetta árshátíð Baader-samsteypunar,“ sagði starfsmaðurinn sem ekki vildi koma fram undir nafni. Þetta er í fyrsta skipti sem Baader, eigendur Skagans 3X, bjóða íslenskum starfsmönnum sínum á þessa hátíð. Starfsmaðurinn telur að um 1500 manns séu í ferðinni.

Starfsmaðurinn greinir frá að þegar þeim var sagt upp hafi starfsmenn spurt um ferðina. „Það var spurt á fundinum, 18. ágúst, þá eru ekki nema 10 dagar í ferðina. „Hvernig er þá með ferðina, megum við þá koma?“. Þá sagði forstjórinn sem er á fundinum “„Hún er ekki í boði fyrir ykkur lengur,“ en forstjóri Skagans 3X er Sigsteinn Grétarsson.

Starfsmönnum var sagt frá því í apríl að ferðin væri á dagskrá og hófst skráning en stóð til Baader-veldið borgaði hótelgistingu og flug fyrir alla. „Það eru sirka fjórir mánuðir síðan við skráðum okkur. Snemma í vor var hengt upp blað, hvað yrði gert og blabla og yrði auglýst nánar síðar. Síðan kom aldrei nánar auglýst síðar til okkar, við vorum alltaf að bíða.“

„Maður er svo hissa,“ sagði starfsmaðurinn. „Ef þetta á að hafa komið frá Þýskalandi að loka á Ísafirði þá ég á erfitt með að trúa því. Að það hafi átt að fara í hagræðingu á Íslandi og þeir hafi ákveðið að loka á Ísafirði.“

- Auglýsing -

En óttaðist fólk að missa vinnuna eftir að Baader keypti Skagann 3X?

„Það var eiginlega öfugt. Okkur fannst vera rosalega mikið að gera og mikil framtíðarstefna. Mikið af verkefnum framundan, okkur var allavega sagt það á fundi síðasta sumar. Menn voru komnir yfir það að hafa áhyggjur af því að það yrði lokað. Þetta lætur mann efast um raunverulegar ástæður uppsagnarinnar. Við megum ekki koma í ferðina, ekki út af hagræðingu heldur að þau vilja ekki fá okkur upp á móralinn. Búið að segja okkur upp „Nei, nei þau verða bara með skítamóral, þau koma ekkert“, þannig vibe fáum við starfsmennirnir. Af því að starfsstöðin á Íslandi var aldrei að fara borga þessa ferð heldur höfuðstöðvarnar úti. Þetta er allt mjög skrýtið.“

Ekki náðist í Sigsteinn Grétarsson, forstjóra Skagans 3X, við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -