Laugardagur 27. apríl, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Færðu björgunarsveitinni Súlur veglega peningagjöf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær barst björgunarsveitinni Súlur á Akureyri, vegleg peningagjöf, 750.000 krónur, í minningu fjögurra ungra MA stúdenta sem fórust í flugslysi á Öxnadalsheiði 29. mars árið 1958

Akureyri.net sagði frá því að minnisvarði um fjórmenningana hafi verið afhjúpaður á heiðinni í sumar en fjölskyldur þeirra og vinir settu á stofn minningarsjóð. Var það gert til að standa straum af kostnaði en mun meira safnaðist en til þurfti og var því ákveðið að láta afganginn renna til björgunarsveitarinnar.

Þeir sem létust í slysinu voru Bragi Egilsson, Geir Geirsson, Jóhann Möller og Ragnar Friðrik Ragnars. Höfðu þeir allir lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri ári áður og voru við nám í Háskóla Íslands. Flugu þeir norður þennan örlagaríka dag í fjögurra sæta flugvél en þeir ætluðu að heimsækja góða vini og gamla skólann sinn, þar sem átti að halda skemmtun um kvöldið.

„Okkur, fjölskyldum ungu mannanna, er það mjög kært að geta lokið verkefninu með þessari gjöf,“ sagði Laufey Egilsdóttir, systir Braga heitins, þegar hún afhenti Halldóri Halldórssyni, formanni Súlna, gjöfina í gær í húsakynnum sveitarinnar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -