Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Fellabakarí stendur á brauðfótum – Reksturinn í skoðun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsemi Fellabakarís í Fellabæ á Héraði liggur niðri í dag. Reksturinn hefur verið þungur um hríð og er verið að athuga með stöðuna.

Austurfrétt segir frá því að útibú Fellabakarís hafi ekki hvorki verið opin um helgina né í morgun en viðskiptavinir sem ræddu við Austurfrétt hafa margir hverjir fengið þau svör að ekki sé hægt að afhenda vörur.

Í samtali við Austurfrétt sagði eigandi bakarísins, Þráinn Lárusson, að starfsemi bakarísins liggi niðri og verið sé að skoða stöðuna. Sagði hann ennfremur að það væri ekkert leyndarmál að reksturinn hafi verið þungur í talsverðan tíma. Ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun heldur sé verið að skoða framhaldið.

Fellabakarí hefur verið starfrækt um áratugaskeið en undanfari þess, Brauðgerð KHB var stofnað 1968 en árið 1998 fluttist hún frá Egilsstöðum og yfir til Fellabæjar og varð að Fellabakaríi.

Þráinn Lárusson keypti bakaríið fyrir tæpu ári síðan en hann rekur ýmis fyrirtæki á Héraði, þar á meðal veitingahús og hótel. Í viðtali við Austurfrétt í lok janúar í fyrra sagðist hann stefndi á að gera Fellabakarí að besta landsbyggðarbakaríinu. Þar sagði hann einnig: „Héraðsbúar hafa yfirleitt tekið því sem við höfum gert opnum örmum. Allt byggir þetta á að heimafólk stundi viðskipti við okkur og þá skilar það sér til baka inn í samfélagið í aukinni fjölbreytni og skemmtilegheitum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -