Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Fjarðabyggð neitar að svara spurningum Mannlífs um starfsmannamál: „Ástandið er mjög alvarlegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt heimildum Mannlífs er mikil ólga hjá starfsmönnum Fjarðabyggðar en 15 starfsmenn skrifstofu sveitarfélagsins sögðu upp störfum á síðasta ári. Upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar neitar að svara spurningum Mannlífs.

Heimildir Mannlífs herma að nokkur mál hafi komið upp hjá Fjarðabyggð sem illa hafi verið tekið á en 15 starfsmenn skrifstofu sveitarfélagsins hættu störfum þar á síðasta ári.

Mannlíf sagði nýlega frá máli Jóhanns Valgeirs Davíðssonar, íþróttakennara á Eskifirði og fyrrum starfsmanns félagsmiðstöðvar bæjarins. Jóhann Valgeir var valinn Austfirðingur ársins 2022 fyrir ötula baráttu sína fyrir því að íþróttahús Eskifjarðar yrði tekið í gegn en þar fannst mygla, eftir að viðtal birtist við Jóhann Valgeir á Rúv. Nokkrum dögum eftir fréttina var hann sendur í leyfi frá störfum í félagsmiðstöðinni vegna máls sem furðaði marga. Var honum gefið á sök að hafa sýnt grunnskólakrökkum leikinn þátt um raðmorðingjann Jeffrey Dahmer á Netflix, en þátturinn er strangalega bannaður börnum undir 16 ára aldri. Hið sanna er þó að krakki setti þáttinn í gang án vitneskju Jóhanns Valgeirs en þar sem hann var eini starfsmaðurinn í félagsmiðstöðinni átti hann í erfiðleikum með að fylgjast með öllu því sem þar fór fram. Nýlega skrifaði hann svo upp á starfslokasamning eftir að honum var boðið að snúa aftur til starfa en með skilyrðum sem hann sætti sig ekki við.

Illa tekið á eineltismáli

Þá var slökkviliðsmanni í sveitarfélaginu sagt upp störfum eftir að tvær konur í slökkviliðinu sökuðu hann um einelti. Kærði maðurinn uppsögnina og vann málið og þurfti Fjarðabyggð að borga honum fjóra og hálfa milljón í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar en hann fékk meðal annars ekki að nýta andmælarétt sinn er ásakanirnar komu upp. Önnur kvennanna sem kvartaði undan eineltinu sagði í viðtali við Mannlíf árið 2020, farir sínar ekki sléttar hvað varðaði þáverandi starfsmannastjóra sveitarfélagsins. „Ég var búin að senda yfirmanni yfirmanns míns, það er að segja þáverandi starfsmannastjóra Fjarðabyggðar, póst um ástandið og setjast á fund með honum og ræða málið. Náttúrlega var öllu fögru lofað og talað um hvað það væri frábært að hafa konu í stéttinni og að hann ætlaði að gera allt til þess að laga stöðuna. Ég ítrekaði erindið nokkrum sinnum við starfsmannastjóra Fjarðabyggðar en smám saman hætti hann svara og samskiptin fjöruðu út án þess að nokkuð væri gert. Þannig að þetta var bara orðið ókleift fjall sem ég réði ekki við.“ Þessi starfsmannastjóri er bæjarritari Fjarðabyggðar og nú staðgengill bæjarstjóra Fjarðabyggðar sem hætti fyrir tveimur vikum. Þá er hann einnig staðgengill mannauðsstjórans sem fékk starfslokasamning í hendurnar fyrir helgi. Einnig er hann hafnarstjóri í sveitarfélaginu og sviðsstjóri umhverfis og skipulagssviðs.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er gríðarleg óánægja með ástandið í Fjarðabyggð. „Ástandið er mjög alvarlegt. Við erum með starfsmannastjóra sem nú er orðinn mannauðsstjóri, hann er bæjarritari, hann er staðgengill bæjarstjóra, hann er hafnarstjóri og hann er sviðsstjóri umhverfis og skipulagssviðs líka. Hann er ástæðan fyrir því að sviðsstjóri umhverfis og skipulagssviðs er hættur. Sviðsstjóri framkvæmdarsviðs er hættur. Byggingafulltrúi er hættur og mannauðsstýra númer tvö er hætt eftir tæpt ár í starfi. Bæjarstjórinn er hættur,“ sagði einn heimildarmaður Mannlífs um ástandið í Fjarðabyggð en alls hættu 15 á skrifstofu sveitarfélagsins á síðasta ári , samkvæmt heimildum Mannlífs.

- Auglýsing -

Svara ekki spurningum Mannlífs

Mannlíf sendi fyrirspurnir á forstöðumann stjórnsýslu- og upplýsingamála hjá Fjarðabyggð, Þórð Vilberg Guðmundsson, um málefni sveitarfélagsins en fékk engin svör, ekki heldur eftir að ítrekun var send á hann. Spurningarnar voru eftirfarandi:

1. Hvað hafa margir starfsmenn hætt hjá Fjarðabyggð síðustu 12 mánuði.
2. Hafa komið upp alvarleg eineltismál í Fjarðabyggð? Ef já, hvernig hafa þau verið unnin?
3. Er Fjarðabyggð með starfsmannastjóra? Ef svo er, hver er það?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -