Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Heimastjórnarmaður afar ósáttur við embættismenn Múlaþings: „Henda fyrir róða öðrum hugmyndum “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meðlimur í heimastjórn Borgarfjarðar eystri er afar ósáttur með það að embættismenn á vegum Múlaþings ákveðið einhliða um málefni samfélagsmiðstöðvar fjarðarins. Telur hann að heimastjórnarfólk eigi að ráða nokkru um málið, sem snýr að hjarta bæjarins, Fjarðarborg.

Fram kemur í frétt Austurfréttar að Ólafur Arnar Hallgrímsson, einn af þremur í heimastjórn Borgarfjarðar eystri, gagnrýni harðlega það að ráðnir embættismenn á vegum Múlaþings, taki ákvarðanir sem að hans mati ættu að vera í höndum heimastjórnarfólks. Lét hann bóka sérstaklega undrun og óánægju vegna málsins á síðasta fundi heimstjórnarinnar en á fundinum var rætt um félagsmiðstöðina Fjarðarborg sem þarnast nauðsynlegrar yfirhalningar til að standast kröfur nútímans.

„Í grunninn snýst þetta um að embættismenn sem voru að kynna okkur stöðu mála varðandi viðhald og endurnýjun á samfélagsmiðstöðinni okkar Fjarðarborg hafa bara ákveðið að aðeins komi ein tillaga til greina í því efni. Sú tillaga gerir ráð fyrir stórfelldum breytingum á húsnæðinu sem munu taka marga mánuði í framkvæmd að því er mér sýnist með tilheyrandi vandræðum fyrir rekstraraðila, íbúa og gesti. Þeir henda fyrir róða öðrum hugmyndum sem fram hafa komið, ná því sama fram varðandi aðgengi og ekki þarf að loka húsnæðinu vegna framkvæmda vikum og jafnvel mánuðum saman. Þvert á móti eiginlega því aðrar hugmyndir sem fram hafa komið sýna að hægt er að koma húsinu í æskilegt og gott horf með öðrum leiðum og án þess að loka því nema í mjög skamman tíma,“ sagði Ólafur.

Fjarðarborg er eina félagsheimili Borgfirðinga en lengi hefur staðið til að gera talsverðar breytingar á húsinu enda húsið barns síns tíma líkt og Austurfrétt orðar það en það uppfyllir ekki staðla nútímans að fullu né kröfur um aðgengi. Hugmyndir um að bæta aðgengi, meðal annars fyrir fatlaða, gætu orðið til þess að hægt verði að nýta aðra hæð hússins mun betur en vant er.

Ólafur telur meðal annars þá hugmynd vænlegri, að koma upp stiga- eða lyftuhúsi aftan við húsið. Segir hann að slíkt sé hægt að byggja án þess að loka þurfi húsinu lengi á meðan. Myndi þetta aukreitis stækka nýtanlegt flatarmál Fjarðaborgar og skapa aukið geymslupláss. Tillagan sem nú er til skoðunar gerir ráð fyrir lyftuhúsi rétt innan við andyr hússins sem þýðir að allt aðgengi gesta er útilokað á meðan á framkvæmdum stæðu. Einnig mun gólfplass andyrsins minnka verði þessi tillaga samþykkt. Bendir Ólafur á að sú tillaga myndi þýða talsverðar breytingar á anddyrinu sjálfu og myndi að auki setja alla starfsemi hússins í uppnám í töluverðan tíma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -