Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Menntskælingar taka áskorunum til styrkar Píeta: „Áskorunin verður að vera ögrandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum, NME, stendur fyrir áskorunarviku þessa vikuna en þar ögra nemendur sjálfum sér og safna þannig áheitum til styrktar Píeta-samtökunum.

„Áskorunin verður að vera ögrandi, eitthvað sem nemandanum finnst óþægilegt að gera. Það verður þó að vera innan skynsamlegra marka, hvorki hættulegt né dónalegt,“ útskýrir Tómas Viðar Úlfarsson, formaður Nemendafélags ME í samtali við Austurfrétt.

Líkt og það er orðað í Austurfrétt þá er það hugmyndauðgi sem einkennir áskoranirnar en nemendurnir geta annað hvort tekið þeim einir eða í hópi. Sem dæmi nefnir Tómas að tveir nemendur hefðu verið handjárnaði saman í allan dag og einn hefði verið í glímugallanum sínum, allan daginn.

Undanfarin ár hefur slík vika verið haldið í menntaskólanum en í fyrra söfuðu nemendurnir um hálfri milljón króna til styrktar Krabbameinsfélagi Austurlands. Í ár á að styrkja Píeta-samtökunum sem berjast gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.

„Við vonum að þetta gangi vel en erum aðeins að bíða eftir að boltinn fari að rúlla. Þá vindur þetta upp á sig,“ segir Tómas. Ekki hefur verið ákveðið hvenæar ljúka á áskorunum en búist er við því að þær gætu staðið fram í næstu viku.

Fylgjast má með áskorunum á Instagram-reikningi NME og taka þátt í söfnuninni í gegnum Kass.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -