Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

NAUST varar við áformum um vindorkuver á Austurlandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Náttúruverndarsamtök Austurlands vara við stórtækum áformum um vindvorkuver í fjórðungnum. Kalla einnig eftir endurskoðun á áhrifaþáttum smávirkjana.

Fram kemur í frétt Austurfréttar að hið ofangreinda hafi verið bókað á aðalfundi Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST) sem fór fram 18. mars síðastliðinn. Fór mikill tími á fundinum í að ræða um orkumál í fjórðungnum en stjórnin telur það óásættanlegt að fórna náttúruperlum og víðerni til dreifingar og orkunýtingar.

Þó nokkur fyrirtæki á sviði vindorku hafa sýnd áhuga á að reisa vindorkugarða austanlands upp á síðkastið og eru all nokkur slík verkefni komin nokkuð áleiðis, bæði í Fljótsdalnum sem og í landi Múlaþings, þótt sveitarstjórn Múlaþings hafi reyndar úrskurðað fyrir nokkru að slík verkefni muni ekki hljóta brautargengi fyrr en stjórnvöld á Íslandi hafi sett línu, lög og reglur um vindorkusvæði og nýtingu til framtíðar, eins og það er orðað í Austurfrétt.

Þá hafa stjórnarmenn NAUST einnig áhyggjur af talsverðu magni smávirkjana sem áætlað er að byggja vítt og dreift á Austurlandi í náinni framtíð en sumar þeirra eru í eða við óbyggð víðerni.

Í þessu sambandi kallar aðalfundur NAUST eftir að endurskoðaðir verði allir áhrifaþættir svokallaðra smávirkjana, allt að 9,9 MW. Umhverfisáhrif og umfang virkjana innan þessa stærðarflokks eru afar breytileg eftir staðháttum. Því eru megavött ómarktækt viðmið. Náttúruverndarsamtök Austurlands gera kröfu um að allar nýjar virkjanir fari í umhverfismat og inn í rammaáætlun og að undanþágur verði aðeins veittar í tilvikum minniháttar virkjana til heimilisnota og smærri atvinnurekstrar til sveita. Stærsta fyrirhugaða vatnsaflsvirkjunin á Austurlandi um þessar mundir er virkjun Arctic Hydro á Sviðinhornahraunum og í Hamarsdal. NAUST hvetur sérstaklega til friðunar þeirra óbyggðu víðerna auk annarra sem eftir eru í fjórðungnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -