Laugardagur 15. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Ný björgunarmiðstöð var vígð á Flateyri um helgina: „Fjöllin hafa verið okkur erfiðust“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er stórkostleg stund. Við erum að margfalda húsakostinn okkar og bæta mjög allt öryggi íbúa hér á Flateyri. Sagði Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri.

Björgunarsveitin tók í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði undir starfsemi sína á laugardaginn. 

Frá vigslunni um helgina.
Mynd: Guðmundur Jón Sigurðsson.

„Þetta er svo miklu meira en bara athvarf fyrir björgunarsveitina, hér verður heilsugæslan með starfstöð opna einn dag í viku auk þess sem hér eru neyðarbyrgðir til að mæta slysum og áföllum þegar ófært er til og frá þorpinu. Það eykur mjög allt öryggi okkar íbúanna“. 

Það vakti athygli landsmanna þegar stúlka bjargaðist úr snjóflóði, sem féll á byggðina í janúar 2020, að ekkert var til af sjúkragögnum í þorpinu. Heilsugæslan hafði fjarlægt allt slíkt af staðnum, en nú hefur verið úr því bætt.

Mannfjöldi var við opnun þessarar björgunarmiðstöðvar sem hýsir líka slökkviliðið á staðnum auk björgunarsveitar og heilsugæslu.

Vígslan var sannkölluð hátíð með veisluborði og og árnaðaróskum. Björgunarmenn úr nágrannabyggðum voru viðstaddir vígsluna auk fjölda gesta. Fjölnir Ásbjörnsson sóknarprestur vígði björgunarmiðstöðina sem hlaut nafnið Guðnabúð eftir Guðna Guðnasyni sem kom mjög að endurreisn sveitarinnar eftir rislítinn tíma í starfi hennar.

- Auglýsing -

„Það er mikill kraftur í starfinu hjá okkur núna, við erum 20 sem erum virk sem verður að teljast nokkuð gott í 200 manna samfélagi. 

Guðnabúð á Flateyri.

Starfið er öflugt og fjölbreytt því við erum með sjóinn á aðra hönd og fjöllin á hina, það eru því hættur á bæði borð. Fjöllin hafa verið okkur erfiðust síðustu ár, snjóflóð hafa verið að falla hér yfir þorpinu og veginum um Hvilftarströndina.

Fyrsta snjóspýja haustsins kom í september sem er óvenju snemmt en svo hafa verið að koma smærri flóð síðan, síðast nú í nótt eða morgun þannig að við þurfum að vera vel búin og á varðbergi.

- Auglýsing -

Við erum glöð með að byrjað er að vinna við snjóflóðavarnirnar sem brugðust 2020 þannig að við erum á mikið réttri leið hérna,“ segir þessi bjartsýni og knái leiðtogi björgunarfólks á Flateyri.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -