Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Vonbrigði á Djúpavogi – Tveggja mánaða heitavatnsborun hætt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt Austurfrétt var borað niður á 800 metra dýpi en þrátt fyrir dýptina fannst ekki heitavatnsæðin sem leitað var frá byrjun. Þá öllu hitamælingar á þessu dýpi vonbrigðum en óljóst er hvort og þá hvenær tilraun verði gerð aftur til að bora eftir heitu vatni á svæðinu, enda er Trölli, jarðborinn sem notaður var, farinn frá Djúpavogi í önnur verkefni.

Miklar vonir voru bundnar við borunina enda gáfu mælingar á svæðinu til kynna að þar mætti finna vatnsæð með nægu vatni. Fram kemur hjá Austurfrétt að mögulegt sé að ekki hafi tekist að skera á þessa æð í boruninni en blástur á holunni leiddi ekkert í ljós heldur. Blástur sem þessi getur hreinsað æðar sem mögulega hafa stíflast af drullu.

Hef-Veitur kortleggja nú næstu skref en talsverður tími mun líða þar til prófað verður aftur að bora á svæðinu, verði það ákveðið vegna þess að verkefnastaða bora sem til þarf er gríðarlega löng, að því er fram kemur í umfjöllun Austurfréttar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -