Gunnar Hrafn fór tvítugur til Palestínu: ,,Á morgun klukkan níu drep ég þig!“

top augl

Fjölmiðlamaðurinn og fyrrum þingmaðurinn Gunnar Hrafn Jónsson hefur unnið mikla rannsóknarvinnu tengda hryðjuverkum og hryðjuverkastarfsemi. Hann hafði ungur mikinn áhuga á því hvað ylli því að fólk hegðaði sér þvert á samfélagssáttmálann.

Hann óskaði eftir því við föður sinn að fá ferð til Palestínu í tvítugsafmælisgjöf því hann langaði að kynna sér ástandið þar af eigin raun. Þangað fór hann og hann lýsir því hvernig hann og túlkur hans fóru í bílferð sem skiluðum honum í hús þar sem fólk sat og forritaði heimasíður. Hann minnist á heilu brettin af kóladrykkjum, sígarettum og sælgæti sem blöstu við þegar hann kom inn en þarna í húsinu var hópur manna sem átti yfir höfði sér dóm fyrir morð.

Túlkurinn afsakaði sig til að fara á salernið og þá sat hann eftir með mönnunum, reykjandi sígarettur og drekkandi kóladrykki. Þeir töluðu nær enga ensku en tókst þó að spyrja hann hvort hann dveldi á hóteli. Hann svaraði því játandi og gat þeim sýnt þeim spjald frá hótelinu með upplýsingum um heimilisfang og símanúmer.

Grafalvarlegur lýsti einn mannanna yfir eftirfarandi:

Tomorrow, nine o’clock I kill you!

Eða ,,á morgun, klukkan níu, drep ég þig!“

Þegar túlkurinn sneri til baka kom í ljós að enskukunnátta mannsins sem hafði í hótununum var einfaldlega ekki nógu góð og hafði hann ruglast á orðunum kill og call.

Morðhótunin reyndist því einfaldlega ósk um símtal.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni