Föstudagur 6. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Halla Hrund svarar samsæriskenningunum: „Ég hef auðvitað aldrei starfað fyrir þessi samtök“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halla Hrund Logadóttir fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hún mætti í Vikuna til Gísla Marteins með harmonikkuna. Hún hefur staðið í ströngu síðan hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Halla Hrund hefur setið undir árásum og ásökunum vegna embættisverka sinna.

Í viðtalinu í Mannlífinu við Reyni Traustason sýnir hún sínar bestu hliðar og segir frá gleði sem sorgum. Ræddi hún meðal annars þær samsæriskenningar sem hafa sprottið upp að hún sé í raun starfsmaður erlendra skuggasamtaka.

„Já, það var í samhengi við World Economic Forum. Ég var tilnefnd og sett á lista sem heitir „Young Global Leaders“ á sínum tíma sem ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa. Mér finnst auðveldast að lýsa þessu í samhengi við Times eða Forbes listana þar sem þú færð einhverja viðurkenningu fyrir að hafa staðið þig vel á einhverju sviði. Ég hef auðvitað aldrei starfað fyrir þessi samtök eða verið í einhverjum launasamskiptum þar. Þannig að mér finnst gott að fá að leiðrétta þann misskilning.“

Hér má sjá viðtalið í heild sinni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -