Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Sigurður segir stéttskiptingu hafa ríkt á sjó: „Það var alltaf í tísku að tala illa um yfirmennina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Ólafsson var aðeins 11 ára þegar hann fór á sjó heilt sumar með föður sínum, vélstjóranum. Þar með var teningunum kastað og hann fetaði í fótspor föður síns.

Hann var bæði á fraktskipum og varðskipum, meðal annars í þorskastríðinu þegar siglt var á skip hans og bakborðsvélin drap á sér. Í nýjum þætti af Sjóaranum ræðir Sigurður meðal annars veru sín á Ægi og þá stéttskiptingu sem ríkti um borð í skipum.

„Ég og tveir borðuðum saman, yfirvélstjórinn og skipherrann, á sér borði og svo voru hinir á sér borði líka. Vélstjóri og stýrimennirnir. Ég borðaði alltaf með yfirstýrimanninum.“

En hver er pælingin á bak við þessa skiptingu?

„Ég veit það ekki, það er búið að leggja þetta af. Þetta er einhver gömul hefð. Þetta er ekkert svoleiðis í dag. Það er svoleiðis í dag að það er einn matsalur. Þeir geta ekki talað illa um hvor annan. Það var alltaf í tísku að tala illa um yfirmennina, og öfugt,“ sagði Sigurður og hló.

Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -