Una Torfa greindist með heilaæxli: ,,Eitthvað sem maður á ekkert að skilja þegar maður er tvítugur“

top augl

Tónlistarkonan og klæðskeraneminn Una Torfadóttir gekk í gegnum þá hræðilegu lífsreynslu að greinast með alvarlegt krabbamein í heila árið 2020, þá aðeins tvítug að aldri.

Það vakti þjóðarathygli þegar móðir hennar, Svandís Svavarsdóttir, tók sér hlé frá störfum sínum sem heilbrigðisráðherra til að berjast við veikindin með henni.

Hún hefur náð sér að fullu í dag og einbeitir sér að námi sínu og að taka upp sína næstu hljómplötu. Í lok viðtalsins flutti hún fyrir okkur lagið sitt ,,Fyrrverandi“ í lágstemmdri útgáfu hér í stúdíói Mannlífs.

,,Fyrst og fremst tek ég með mér þakklæti fyrir lífið og svona þessa vitneskju sem maður getur ekki fengið nema með reynslu að ekkert er sjálfsagt og að það verður til einhver svona dýpri skilningur á því þega maður upplifir eitthvað svona sem er í rauninni ekki eitthvað sem maður á ekkert að þurfa að skilja þegar maður er tvítugur en það er líka gjöf að fara út í lífið með það veganesti að safna minningum og búa til falleg augnablik eins mikið og maður getur. Ég veit miklu betur núna hvað skiptir máli heldur en áður en ég veiktist. Það eru einhvernveginn ekki vinnan eða námið eða ná einhverjum áföngum. Það eru miklu meira þessar stundir sem við eigum með fólkinu okkar og þá reynir maður að lifa lífinu eftir því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni