Mánudagur 9. desember, 2024
9.8 C
Reykjavik

Aukin menntun skilar lægri launum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Reynisdóttir hefur starfað sem ljósmóðir undanfarin þrjú ár en baráttan um bætt kjör starfsstéttarinnar hefur ekki farið fram hjá neinum.

Þrátt fyrir að vinna við draumastarfið segir Helga óviðunandi að vera ekki metin að verðleikum en hún vonar innilega að deilan leysist svo okkar færustu ljósmæður hverfi ekki frá störfum.

„Þetta er þriðja árið mitt í starfi sem ljósmóðir en til að byrja með vann ég á áhættumæðravernd Landspítalans sem átti mjög vel við mig. Þar er maður í nánu sambandi við sína skjólstæðinga og mér þótti það bæði skemmtilegt og gefandi. Á þeim tíma var erfitt að fá fastráðningu á Landspítalanum sem ljósmóðir og til að byrja með var ég með tímabundna ráðningu og fyrirséð að ég fengi ekki áframhaldandi starf. Þegar ég var farin að velta fyrir mér hvort fjólublár eða blár flugfreyjubúningur færi mér betur, fékk ég ráðningu á núverandi vinnustað mínum, Fæðingarvakt Landspítalans.“

Þremur árum síðar er staðreyndin sú að einungis 4% útskrifaðra ljósmæðra sækja um starf innan spítalans, nýliðun er nánast engin og aldurshlutfallið innan starfsstéttarinnar með hæsta móti.

„Það er náttúrlega tryllt að ríkið sé að eyða öllum þessum peningum í að þjálfa upp starfsfólk sem skilar sér svo ekki í störfin vegna launa og vinnuálags.“

„Það er mjög skiljanlegt að fólk kjósi frekar að starfa í háloftunum sem flugfreyjur og flugþjónar þar sem vinnuskyldan er ekki bara minni heldur launin líka hærri. Það er sorglegt að svona sé komið og allt þetta flotta og færa fólk skili sér ekki inn á stofnanirnar. Því það felast fjármunir í því að vera með nema á gólfinu sem þarfnast kennslu en þekkingin skilar sér ekki lengra en inn í næstu flugvél. Þá er ég ekki að gera lítið úr flugfreyjustarfinu en þessi þróun er synd fyrir samfélagið.“

„Við röðuðumst einfaldlega vitlaust inn í launatöfluna enda óskiljanlegt að lækka í launum við það að bæta á sig tveggja ára háskólanámi.“

„Við erum einfaldlega að fara fram á það að vera metnar til jafns við þá sem bæta við sig menntun. Þeir sem fara út í þetta nám vita sömuleiðis að þeir munu þurfa að vinna á jólunum frá börnunum sínum því það þarf alltaf einhver að standa vaktina, þær fæða víst á öllum tímum sólarhringsins þessar elsku konur. En svo er alltaf hægt að vinna við mæðravernd en það er dagvinna og lokað á rauðum dögum og um helgar. Þegar ég vann þar fannst mér ég hins vegar fá svívirðileg laun.“

 

- Auglýsing -

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Texti / Íris Hauksdóttir.

Myndir / Aldís Pálsdóttir.

- Auglýsing -

Förðun / Björg Alfreðsdóttir.

Fatnaður / AndreA.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -