Fimmtudagur 10. október, 2024
0.7 C
Reykjavik

Eitt skref enn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ein einfaldasta leiðin til að öðlast betri heilsu er að ganga meira.

Kyrrseta er mjög einkennandi þáttur nútímalífsstíls.

Kyrrseta er mjög einkennandi þáttur nútímalífsstíls og við megum öll við því að hreyfa okkur meira. Það er eitt að fara reglulega í ræktina en við þurfum að stunda hreyfingu daglega og oft á dag. Ein einfaldasta leiðin til að öðlast betri heilsu er að ganga meira.

Vinsældir heilsuúra og skrefamæla hafa aukist til muna á síðustu árum, en þau gera manni auðvelt að fylgjast með hversu mikið maður gengur á hverjum degi.

Ráðlagt er að ganga að minnsta kosti tíu þúsund skref á hverjum degi en margir eiga í erfiðleikum með að ná því markmiði. Hér eru nokkrar góðar leiðir til að auka skrefafjöldann um tvö þúsund á hverjum degi.

Símafundir á ferð

Til hvers að sitja kyrr á meðan þú ert í símanum þegar þú getur staðið upp frá skrifborði þínu, fengið ferskt loft og bætt við þig skrefum? Ef þú gengur á jöfnum hraða meðan á tíu mínútna símtali stendur geturðu safnað þúsund skrefum án þess að taka eftir því.

Ráðlagt er að ganga að minnsta kosti tíu þúsund skref á hverjum degi en margir eiga í erfiðleikum með að ná því markmiði.

Farðu lengri leiðina

- Auglýsing -

Við stöndum mörgum sinnum upp á hverjum degi, hvort sem það er til að fara á salernið eða til að sækja vatn eða kaffi. Prófaðu að fara lengri leiðina í hverri af þessum ferðum, til dæmis fara á salernið sem er fjær skrifstofu þinni eða einfaldlega taka krók á leiðinni, þetta mun aðeins taka þig örfáum mínútum lengur en skrefin safnast upp.

Með daglegum verkum

Mikið af þeim verkum sem við gerum á hverjum degi framkvæmum við á meðan við stöndum kyrr, en hægt væri að hámarka nýtingu tímans með því að stunda hreyfingu á meðan. Til dæmis er sniðugt að ganga um gólf á meðan þú burstar tennurnar, en það er fjórar mínútur á dag sem getur þýtt allt að fimm hundruð skref. Síðan geturðu gengið um á meðan þú bíður eftir lyftu eða strætó eða hvenær sem er.

- Auglýsing -

Upp og niður

Alltof oft kýs fólk að grípa snöggan hádegismat og jafnvel borða hann við skrifborðið sitt. Það er mun heilsusamlegra ef þú ferð út að ná þér í hádegismat og færð þér gönguferð fram og til baka.

Það er gamalt og gott ráð að sleppa því að nota lyftur eða rúllustiga. Það segir sig sjálft að þú safnar ekki skrefum með því að standa kyrr í lyftu. Á hverri mínútu sem við göngum upp stiga getum við safnað allt að tvö hundruð og sjötíu skrefum svo það getur fljótt borgað sig.

Sæktu hádegismatinn

Alltof oft kýs fólk að grípa snöggan hádegismat og jafnvel borða hann við skrifborðið sitt. Það er mun heilsusamlegra að gefa sér tíma til að borða í friði. Ekki er verra ef þú ferð út að ná þér í hádegismat og fá þér gönguferð fram og til baka. Ef það hentar ekki, til dæmis ef það er mötuneyti á vinnustað þínum, þá ættirðu samt að gefa þér tuttugu mínútur til að fara út að ganga því þannig eykurðu skrefafjölda dagsins um heil tvö þúsund skref.

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -