Mánudagur 15. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Er kominn tími á barn númer tvö?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flestar nýbakaðar mæður kannast við það að vera varla komnar heim af fæðingardeildinni þegar þær eru strax spurðar að því hvenær þær ætli að koma með annað.

 

Jafnvel þó að þið séuð ekki í þeim hugleiðingum eignast annað barn rétt á meðan nýja krílið er að læra að hjala og velta sér, þá kemur að því að því að þið farið að velta því fyrir ykkur hvenær á að koma með barn númer tvö.

Ákvörðunin er ekki einföld, enda hafa allir skoðanir á því hvenær sé rétti tíminn. Sumum finnst mikilvægt að eiga börnin með stuttu millibili til þess að þau geti leikið sér saman og leitað hvors til annars þegar þau eldast. Aðrir geta ekki hugsað sér að vera með tvö smábörn á heimilinu á sama tíma.

„Það getur verið erfitt að eiga við smábarn sem öskrar um miðjar nætur á meðan morgunógleðin ætlar þig lifandi að drepa.“

Sama hverjar skoðanir þínar eru þá eru vissulega mikilvæg atriði sem þarf að skoða áður en ákveðið er að fjölga í fjölskyldunni.

Heilsufar móður og barns
Það er ekki auðvelt að ganga með og fæða barn og því þarf líkaminn að fá tíma til að jafna sig eftir hverja meðgöngu. Talið er að líkaminn þurfi allt að sex vikur til að ná því sem mætti kalla lágmarksform eftir meðgöngu. Það getur svo tekið nokkra mánuði í viðbót að bæta upp blóðleysið og næringarskortinn sem meðgangan veldur. Beinin og liðirnir verða einnig fyrir miklum áhrifum af hormónaójafnvæginu sem á sér stað á meðgöngu og það getur tekið 6-9 mánuði að lagast. Ef gengið er með annað barn of snemma getur það leitt til bakverkja og annarra óþæginda. Það er líka vert að hafa í huga að það getur verið erfitt að eiga við smábarn sem öskrar um miðjar nætur á meðan morgunógleðin ætlar þig lifandi að drepa.

Það er ekki eingöngu móðirin sem getur átt í erfiðleikum vegna seinni meðgöngu. Rannsóknir hafa sýnt að það getur haft neikvæð áhrif á fæðingarþyngd barnsins ef of stuttur tími líður á milli meðgöngu. Möguleg ástæða fyrir því að þessi börn fæðast of létt er næringarskortur og streita móður sem hefur ekki enn jafnað sig eftir fyrri meðgöngu.

- Auglýsing -

Samkomulag og peningamálin
Þar sem börnin eru ekki eingetin þarf alltaf að leita samþykkis maka áður en farið er af stað með meðgöngu númer tvö. Þetta getur leitt til mikilla erfiðleika í sambandinu og þá sérstaklega ef aðeins annar aðilinn er tilbúinn til þess að eignast fleiri börn.

Algengt er að eiginmennirnir hafi áhyggjur af auknum fjárútlátum en eina leiðin til að leysa málið er að ræða saman og reyna að komast að samkomulagi. Hvað sem þú gerir, ekki verða ólétt „fyrir slysni” og gera ráð fyrir að þetta reddist þegar barnið er komið í heiminn. Slíkt getur haft skelfileg áhrif á sambandið ykkar á milli, enda er erfitt að bæta fyrir þess háttar svik.

„Ákvörðunin er ekki einföld, enda hafa allir skoðanir á því hvenær sé rétti tíminn.“

Það er heldur ekki hægt að loka augunum fyrir því að það fylgir því töluvert meiri kostnaður að reka fjögurra manna fjölskyldu heldur en þriggja. Þessi aukni kostnaður er svo sérstaklega hvimleiður vegna þess að eftir því sem börnin eru fleiri verður erfiðara fyrir þig að vinna fulla vinnu, auk þess sem gæslukostnaðurinn er þá orðinn ansi hár.

- Auglýsing -

Ef þið ætlið ykkur að eignast annað barn þá er um að gera að búa til fjárhagsáætlun byggða á tekjum ykkar og gera þá ráð fyrir aukningu á útgjöldum. Ef þið gerið slíka áætlun komist þið fljótt og örugglega að því hvort þið hafið efni á öðru barni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -