Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

„Fátt eins dásamlegt og að leggjast í dúnmjúkan mosabing“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingunn Anna Þráinsdóttir framleiðir allskonar vörur undir merkjum Mosa.

Ingunn Anna Þráinsdóttir, grafískur hönnuður hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum, rekur einnig fyrirtækið Mosa kósímosa. Vörurnar eru allar handunnar og handþrykktar, öll hráefni eru náttúruleg og allar vörurnar hafa notagildi.

Ingunn Anna Þráinsdóttir, grafískur hönnuður hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum, rekur einnig fyrirtækið Mosa kósímosa.

„Árið 2010 byrjaði ég með litla hugmynd sem hét Flóra Icelandic Design. Sú hugmynd kviknaði eftir listamannadvöl sem ég fór í til Vesterålen í Norður-Noregi. Í þeirri dvöl vann ég gríðarlegt magn plöntuteikninga og mig langaði til að þróa einhverskonar vörulínu upp úr því, annaðhvort úr pappír eða textíl. Þannig þróaðist Flóra í að verða lítið hönnunarstúdíó sem framleiddi og seldi vörur.

Núna sjö árum síðar langaði mig að „re-branda“ Flóru, það er að segja að endurmarkaðssetja Flóru undir nýju nafni og með ferskum andblæ. Flóra kemur úr náttúrunni. Eftir miklar vangaveltur um nýtt nafn ákvað ég að Mosi kósímosi yrði það rétta.

Ég hef áður sagt að það sé fátt eins dásamlegt og að leggjast í dúnmjúkan mosabing, eitthvað sem flestir Íslendingar þekkja. Mosi er harðger, vex hægt en pjakkast áfram, svona eins og ferlið er stundum þegar maður reynir að vinna áfram góða hugmynd en hefur ekki allan sólarhringinn til þess.

Ég þarf að deila tíma mínum milli átta klukkustunda dagvinnu í Héraðsprenti, hugsa um heimili, sinna áhugamálum og sinna Mosa. Þetta getur stundum orðið snúið en með íslenska harkinu tekst það.

„Mosi er harðger, vex hægt en pjakkast áfram, svona eins og ferlið er stundum þegar maður reynir að vinna áfram góða hugmynd en hefur ekki allan sólarhringinn til þess.“

Maðurinn minn, hann Steini Palli, er mér stoð og stytta í þessu öllu, hann er mjög hvetjandi og hrósar mér oft þegar ég er þreytt,“ segir Ingunn en eiginmaður hennar heitir fullu nafni Steingrímur Páll Hreiðarsson og sameiginlega eiga þau fjögur börn og einn hund og búa á Egilsstöðum.

- Auglýsing -

Ingunn framleiðir allskonar vörur undir merkjum Mosa og má þar nefna gjafakort, gjafapappír og textílvörur svo sem servíettur, viskastykki, dúka og svuntur. „Svo dettur stundum eitt og annað inn á borð hjá mér sem er sérpantað. Ég held að teikningarnar mínar geri vörurnar mínar sérstakar. Vörurnar eru allar handunnar, handþrykktar og mitt fingrafar

Ingunn framleiðir allskonar vörur undir merkjum Mosa og má þar nefna gjafakort, gjafapappír og textílvörur svo sem servíettur, viskastykki, dúka og svuntur.

er á þeim öllum á einhvern hátt. Allt hráefni er náttúrulegt og allar vörurnar hafa notagildi. Ég er trú mínu skapandi sjálfi, þ.e. ég teikna, þróa og framleiði bara það sem höfðar til mín og losar um mína þörf til að skapa. Ég elti ekki bara tískuna, mínar vörur eru ekki eins í útliti og neitt annað.“

Foreldrarnir fyrirmynd

- Auglýsing -

Ingunn ólst upp á Egilsstöðum og segir að nálægðin við náttúruna, fjölskyldu og vini sé dýrmæt minning. Sem barn fékk Ingunn strax áhuga á öllu skapandi. Foreldrar hennar byrjuðu með Héraðsprent þegar hún var eins árs og hún ólst upp í kringum það.

„Pabbi smíðaði og málaði margs konar hluti og það hefur örugglega kveikt áhuga minn. Ég fór í Menntaskólann við Hamrahlíð strax eftir grunnskóla. Þaðan flæktist ég í frönskunám upp í HÍ en hætti eftir 1 ár og fór að vinna. Mig langaði gríðarlega í hönnunarnám og haustið 1999 fór ég til Halifax í Kanada í fjögurra ára háskólanám í Communication Design, útleggst líklega sem samskiptahönnun á íslensku en ég kalla það nú bara grafíska hönnun.

Fram undan er svo að þróa nýjar vörur, teikna og grúska í pappír og textíl. Hægt er að kaupa vörurnar í Húsi handanna á Egilsstöðum og í vefverslun www.mosi.shop.

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir og úr einkasafni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -