Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Fyrirsætur vekja athygli á mikilvægum málefnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Módel sem eru hægt og bítandi að breyta heiminum.

Litið var á fyrirsætur fyrri áratuga sem persónuleikalaus herðatré og fjölbreytnin var eftir því. Vissulega sáum við fyrirsætur á tíunda áratugnum neita að klæðast feldi vegna dýraverndunarsamtakanna PETA en þá voru það ofurfyrirsætur á borð við Naomi Campbell og Cindy Crawford sem höfðu þá þegar skapað sér nafn innan bransans og höfðu efni á því að tjá sig.

Með vinsældum samfélagsmiðla hefur hópur fyrirsæta og aktívista notað rödd sína og andlit til þess að vekja athygli á mikilvægum málefnum og uppskera frekar frægð og frama fyrir vikið en skammir. Skoðum nokkrar ungar og áhugaverðar konur sem eru hægt og bítandi að breyta heiminum.

 

Ebonee Davis hefur rætt rasisma í tískubransanum.

Ebonee Davis
Ebonee Davis vakti mikla athygli þegar hún skrifaði áhrifaríkt opið bréf stílað á tískubransann. Spurningar eins og hvaða áhrif fjölmiðlar hafi á menningu okkar og hvort tískuheimurinn geti hætt að vera rasískur voru henni efstar í huga. Eins og þekkt er hafa fyrirsætur af afrískum uppruna átt erfiðar uppdráttar og enn í dag eru svartar fyrirsætur minna en 10% þeirra sem ganga niður tískusýningarpallana. Ebonee segist hafa fengið að heyra að fyrirtæki bókuðu bara svartar fyrirsætur ef þær litu út fyrir að koma beint frá afskekktu þorpi í Afríku eða eins og hvítar konur dýft í súkkulaði. Hún segist hafa reynt að fara eftir þeim ráðleggingum frá byrjun ferilsins árið 2011. Það var ekki fyrr en hún ákvað að leyfa náttúrulegu hári sínu að njóta sín og hún opnaði munninn og krafðist réttlætis að ferill hennar fór á flug. Náttúruleg fegurð hennar landaði henni meðal annars haustherferð Calvin Klein árið 2016.

_______________________________________________________________

Fjölbreytni í tískuheiminum, femínismi og fíkn eru Adwou Aboah hugleikin.

Adwoa Aboah
Adwoa er stofnandi Gurls Talk, sem er vefmiðill sem einbeitir sér að málefnum kvenna og hvetur ungar konur til að tjá sig án þess að vera dæmdar eða mismunað. Hún talar reglulega hreinskilningslega um fjölbreytni í tískuheiminum, femínisma, andlega heilsu og fíkn.

- Auglýsing -

_______________________________________________________________

Cameron Russel hefur m.a. verið dugleg að ræða félagsleg og pólitísk málefni, loftlagsbreytingar og hreina orku.

Cameron Russel
Horft hefur verið á Ted-fyrirlestur ofurfyrirsætunnar Cameron Russel rúmlega nítján milljón sinnum þegar þetta er skrifað. Cameron útskrifaðist úr hagfræði og stjórnmálafræði frá Colombia-háskóla og hefur heldur betur gert meira en að sitja fyrir og vera sæt síðan hún útskrifaðist. Hún hefur verið dugleg að ræða félagsleg og pólitísk málefni, loftlagsbreytingar, hreina orku og sanngjörn laun fyrir þá sem vinna í tískuiðnaðinum, til að nefna örfá dæmi.

_______________________________________________________________

- Auglýsing -
Markmið Avery McCall er að safna fjármunum til að vinna með flóttamönnum.

Avery McCall
Avery hefur verið virkur þátttakandi í stjórnmálum frá tólf ára aldri og meðal annars verið unglingaráðgjafi fyrir herferð Sameinuðu þjóðanna, Foundation’s Girl Up. Hún varði menntaskólaárunum sem talsmaður flóttamanna og aðstoðaði þá sem fluttust frá stríðshrjáðu Sýrlandi, Suður-Súdan og frá lýðveldinu Kongó. Hún hefur notað andlit sitt til góðs innan tískuheimsins til að vekja athygli á mikilvægum málefnum. Hennar markmið er að safna fjármunum til að vinna með flóttamönnum og draumurinn er að  geta leiðbeint börnum sem flýja frá stríðshrjáðum löndum.

_______________________________________________________________

Andreja Pejic hefur varpað ljósi á málefni transfólks innan tískuheimsins.

Andreja Pejic
Andreja hefur verið kölluð fyrsta transsúpermódelið. Andrej var fæddur í fyrrum Júgóslavíu en alinn upp í Melbourne í Ástralíu. Áður en hann fór í kynleiðréttingu árið 2013 var hann þegar þekkt fyrirsæta innan tískuheimsins og vakti útlit hans víða athygli, enda átti hann auðvelt með að fara í hlutverk beggja kynja. Síðustu árin hefur ferill Andreju blómstrað og hún meðal annars setið fyrir á forsíðum tímarita á borð við Elle, L’Officiel, Fashion og GQ. Árið 2015 varð hún fyrsta transfyrirsætan til þess að vera andlit snyrtivörufyrirtækis en hún landaði stórum samningi við Make Up For Ever. Andreja hefur varpað ljósi á málefni transfólks og opnað dyr fyrir fjölbreyttari hóp innan tískuheimsins.

_______________________________________________________________

Charli Howard og Clémentine Desseaux
Líkamsímynd hefur verið mikið tískuorð upp á síðkastið í bransanum og sem betur fer eru sífellt fleiri týpur sem ná árangri í tískuheiminum í dag. Þær Charli Howard og Clémentine Desseaux vöktu heimsathygli fyrir verkefni sitt All Woman Project sem er myndasería, sem hefur ekki verið átt við í Photoshop, af konum af öllum stærðum, gerðum, litum og aldri sem sanna það að fegurð kemur ekki í einni staðlaðri stærð.

Texti / Helga Kristjáns

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -