Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Glowie sagði engum frá brotinu: „Því mér fannst ég hafa gert eitthvað rangt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er dálítið kaldhæðnislegt að segja frá því að þátturinn Law & OrderSpecial Victims Unit var í gangi í sjónvarpinu þegar hann kom heim til mín, en ég horfði mikið á þá þætti á þessum tíma. Hann byrjaði að snerta mig og ég var bara í þeirri stöðu að ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera, ég var með rosalega lítið sjálfstraust og fannst ég ekki geta sagt nei þótt ég vildi það.“

Söngkonan Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, opnar sig um í hjartnæmu viðtali í Vikunni þegar hún var beitt kynferðisofbeldi árið 2014. Þar lýsir hún því hvað það tók hana langan tíma að átta sig á því að brotið hafði verið gegn henni og hvernig hún ákvað að hafa samband við geranda sinn til að segja honum hvað hann hafði gert.

„Þetta er ekki alltaf eins og maður sér í bíómyndunum eða sjónvarpsþáttunum. Þess vegna verður sjálfsásökunin eftir á mikil því maður fer að setja sökina á sjálfan sig í staðinn fyrir að setja sökina á gerandann. Svo gerði hann þetta aftur nokkrum mánuðum seinna.“

Það var í janúar 2014 sem hún og strákur, sem var aðeins eldri en hún, ákváðu að hittast heima hjá henni. Þau höfðu hist einu sinni áður. Þau ætluðu að horfa saman á bíómynd.

Glowie segir að margir trúi því að í slíkum aðstæðum bregðist fólk við með því að verja sig, öskra eða berjast. En það er ekki alltaf þannig.

„Því mér fannst ég hafa gert eitthvað rangt. Pældu í því! Mér datt ekki í hug að nefna þetta við þau því ég var svo viss um að þau yrðu reið. Þarna kemur aftur hvernig þolandinn veltir sökinni yfir á sjálfan sig, en ekki gerandann.“

- Auglýsing -

Glowie sagði engum frá brotinu fyrr en hún kynntist núverandi kærasta sínum í ágúst árið sem brotið var gegn henni. Þá hafi hún líka áttað sig á því að hún hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hún rifjar upp að hún hafi óttast að segja foreldrum sínum frá brotinu því hún óttaðist viðbrögð þeirra.

Hún hafði haldið að henni myndi líða betur að koma þessu frá sér, og ræða við gerandann en það varð ekki svo.

„Versta var að ég hélt að mér myndi líða eitthvað betur við að koma þessu frá mér en mér leið bara enn verr og varð eiginlega bara enn þá reiðari. Það tók tíma að vinna úr reiðinni, mér fannst mjög óréttlátt að ég væri að díla við alla þessa erfiðleika og eftirköst eftir þetta ofbeldi á meðan hann héldi bara áfram með sitt líf án þess að gera sér neina grein fyrir afleiðingum gjörða sinna.“

- Auglýsing -

Hún hóf í kjölfarið að vinna úr þessari reynslu með aðstoð sálfræðings en ákvað einnig að senda geranda sínum skilaboð.

Hún er ennþá vinna úr áfallinu í dag og telur að þetta muni örugglega fylgja henni alla tíð. Sú vinna sem hún hefur verið í hefur þó skilað henni því í dag að hún er búin að finna sjálfa sig aftur hægt og rólega og finnst hún aftur geta verið hún sjálf og passar að virða mörk sín.

„Um leið og maður fattar að þetta var rangt þá verður maður reiður og vill fá einhverja lokun, mig langaði að hann sæi og viðurkenndi að hann hefði gert eitthvað rangt. Ég sendi honum skilaboðin alls ekki í neinni reiði, heldur vildi ég bara skrifa honum og láta hann vita hvað hann hefði gert, það hefði ekki verið rétt og vonandi myndi hann aldrei gera þetta aftur. En hann kom alveg af fjöllum og sagðist ekki hafa séð þetta sem ofbeldi. „Sorry,“ sagði hann. SorrySorry er ekki svar.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -