2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Góð upplifun og leiðsögn í leiðinni

  Sveitabærinn Hraðastaðir nýtur sívaxandi vinsælda en hann er staðsettur rétt fyrir utan borgarmörkin eða við Mosfellsdal. Undanfarin ár hefur starfsemi bæjarins breyst mikið en í dag er þar starfræktur húsdýragarður og hestaleiga, en síðastliðin fjögur ár hafa systurnar Linda og Sara staðið fyrir svokölluðum sveitasælunámskeiðum ætluðum börnum frá sex ára aldri.

  Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda en þar gefst krökkum kostur á að kynnast sveitalífinu og annast dýrin á bænum.

  Námskeiðin standa yfir í þrjár klukkustundir, fimm daga í senn en algengt sé að krakkar komi á fleiri en eitt námskeið yfir sumartímann. Linda ítrekar mikilvægi þess að börnin læri að meðhöndla dýrin rétt frá fyrstu kynnum. „Krakkarnir fá strax leiðsögn í því hvernig best sé að halda á smádýrunum en við erum bæði með kanínur og kettlinga ásamt stærri dýrum. Auk þess læra þau að fóðra öll dýrin, moka undan þeim og kemba hestunum. Krakkarinir fá jafnframt góðan tíma á hverjum degi til að vera saman og halda á dýrunum og fara í leiki ef þeir vilja. Hvert barn fær að fara tvisvar á hestbak á hverju námskeiði. Að okkar mati er þetta góð upplifun fyrir krakkana og fá þeir að kynnast allskyns dýrum og sveitalífinu ásamt því að eignast nýja vini. Við tökum fullt af myndum fyrir foreldrana auðvitað með leyfi þeirra og birtum þær inná facebook síðunni okkar og instagram undir notendanafninu hradastadir.”

  Viðtalið í heild má lesa í 21. tölublaði Vikunnar.

  Texti / Íris Hauksdóttir
  Mynd / Hallur Karlsson

  Lestu meira

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is